Brúnkál og steikt rauðkál

Uppruni uppskriftar
Margrét Þóra Þorláksdóttir
Uppskrift innihald

1/2 höfuð hvítkál
25 g smjör

1/2 höfuð rauðkál
2 msk ólífuolía
1 tsk edik
Salt og pipar
Einiber

Uppskrift aðferð

Brúnkál:

  1. Bræðið smjörið í potti. Skerið hvítkál í mjóar ræmur og steikið í smjörinu.
  2. Látið malla í a.m.k. 45 mínútur. Berið fram með kjötréttum.

Steikt rauðkál:

  1. Skerið rauðkálið í mjóar ræmur og steikið í olíunni í smástund. Bætið ediki út á og kryddið með salti, pipar og nokkrum einiberjum.
  2. Látið edikið gufa að mestu upp og berið kálið fram með kjötréttum.
Flokkun uppskriftir