Uppruni uppskriftar
Margrét Þóra Þorláksdóttir
Uppskrift innihald
2 msk ólífuolía
1 laukur (saxaður)
3 hvítlauksrif (marin)
1,5 kg beinlaust kjöt (hakkað, í bitum eða strimlum)
1/2 bolli milt chiliduft
2 msk cumin
2 tsk óreganó
1 msk paprikuduft
1 tsk edik
1/2 bolli sterk kaffi
3 bollar vatn
1/2 tsk cayennepipar
Sýrður rjómi
Ferskt kóríander
Rifinn ostur
Uppskrift aðferð
- Hitið olíuna í stórum þykkbotna potti. Steikið laukinn á miðlungshita þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið þá hvítlauk út í og steikið þar til allt er orðið gegnsætt. Bætið kjötinu út í smátt og smátt og steikið.
- Veiðið kjötið upp úr á milli og geymið í skál svo allir bitar steikist jafnt.
- Kryddið með chili-, paprikudufti, cumini og óreganó jafnóðum og steikt er.
- Setjið síðan allt kjötið út í pottinn aftur bætið þá ediki, kaffi og vatni útí.
Kryddið með salti og cayennepipar. - Setjið lok á pottinn og látið malla í a.m.k. 2 klukkustundir. Hrærið í öðru hvoru og fylgist með hvort ekki er nægur vökvi, bætið vatni við eftir þörfum.
- Berið fram með sýrðurm rjoma, söxuðu kóríander og rifnum osti. (Athugið þá er þetta ekki glutenlaust)
Skammtar
8
Flokkun uppskriftir