Uppruni uppskriftar
lambakjot.is
Uppskrift umsögn
Chilisósan sem notuð er til að marinera kjötið er fremur mild og því ættu allir að geta borðað réttinn, líka þeir sem ekki eru gefnir fyrir sterkkryddaðan mat.
Uppskrift innihald
800 gr lambakjöt, beinlaust og fitusnyrt
150 ml. mild chilisósa (t.d. Heinz)
3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
0.5 tsk. karríduft
2 msk. olía
1 límónu
Nýmalaður pipar
Salt
1 dós (250 ml) tómatmauk (purée)
Uppskrift aðferð
- Kjötið skorið í gúllasbita. Chilisósu, hvítlauk, karríi, olíu, límónusafa og pipar blandað saman í skál, kjötið sett út í og látið standa í kæli í a.m.k. 1 klst.
- Þá er kjötið tekið úr leginum en hann geymdur. Kjötið saltað og þrætt upp á teina.
- Hita skal upp útigrill eða grillið í ofninum og kjötið grillað við góðan hita þar til það hefur tekið góðan lit á öllum hliðum og er steikt í gegn. Á meðan er kryddlögurinn settur í pott ásamt tómatmauki, hitað að suðu og látið malla í 5-10 mínútur,smakkað til með pipar og salti og borið fram með kjötinu.
Skammtar
4
Flokkun uppskriftir