Grein þýtt frá vefsíðu Mercola.com
Ógerilsneytt mjólk er heilsusamlegri en gerilsneytt mjólk, staðreynd sem kemur vel fram í nýrri rannsókn frá Dr. Loren Cordain þar sem skoðað er áhrif betacellulin, vaxtarþátts sem finnst í mysuhluta mjólkur.
Dr. Cordain vitnar í 25 rannsóknir sem tengja aukna krabbameinstíðni við betacellulin í gerilsneyttri mjólk. Betacellulin kemst í gegnum meltingarkerfi líkamans óáreytt og þaðan inn í blóðrásarkerfi og að móttökurum sem örva vöxt krabbameinsfruma um allann líkama.
Ógerilsneytt mjólk er heilsusamlegri kostur þar sem hún verndar þig gegn áhrifum betacellulin. Í henni er meira magn af conjugated linoleic fitusýrum (CLA) [sérstaklega í lífrænni mjólk sem kemur frá kúm sem fá einungis gras að bíta] sem slævir krabbameinsáhrif betacellulin og hefur komið í veg fyrir krabbamein á rannsóknarstofum, sérstaklega í samspili við mettaða fitu.
Heimildir:
Staðfesting rannsókna á frumstæðu mataræði
Mér var það sérstök ánægja að sjá þessar niðurstöður því þær staðfesta það sem ég hef lesið um áhrif mataræðis á heilsu frumstæðra samfélaga sem þjáðust ekki af krabbameinum.
Fyrir þá sem fylgjast með þessu málefni (mjólkurdrykkja og krabbamein) þá hafið þið vissulega heyrt um eða lesið skrif Jane Plant varðandi tengingu mjólkurdrykkju og krabbamein. Það er margt áhugavert sem hún leggur fram en það hefur ávallt verið eitt atriði sem fer í taugarnar á mér varðandi rök hennar og það er að hún gerir engan greinarmun á mjólk og áhrifum hennar á krabbamein. Á fyrirlestri sem ég sótti með henni þá lagði ég einmitt þessa spurningu fram, þ.e. hvort ógerilsneytt mjólk og gerilsneytt mjólk hefði sömu áhrif varðandi krabbamein. Svar hennar var að báðar útgáfur innihéldu betacellulin og þar af leiðandi væri enginn munur á þeim. Þetta voru rök sem ég átti erfitt að kyngja því þau brjóta eitt grundvallar atriði. Ef ógerilsneytt mjólk veldur krabbameini, af hverju var þá tíðni krabbameins núll eða nánast núll hjá frumstæðum samfélögum sem lifðu á mjólk? Dæmi um það eru Masai hirðingja og samfélög í Sviss. Hið augljósa svar var að hrá mjólk frá kúm sem lifa við náttúrulegar aðstæður innihalda mörg efni sem næra okkur og hafa krabbameinsverndandi áhrif. Sem kemur einmitt fram í þessari rannsókn.
Svo er hitt atriðið sem ég er ekki sammála frá Jane Plant og það er hversu mikið hún talar fyrir soja sem ég tel hafa of marga ókosti nema í sínu hefðbundna gerjaða formi, eins og Asíubúar hafa "alltaf" neytt hennar. Annars eru skrif Jane Plant mjög flott.
kv
Halli Magg