Eggaldin með mozzarellaosti

Uppruni uppskriftar
Margrét Þóra Þorláksdóttir
Uppskrift innihald

1 kg eggaldin
4 msk ólífuolía
1/2 bolli parmesanostur (rifinn)
2 kúlur mozzarellaostur (í þunnum sneiðum)
Salt og pipar

Tómatsósa:
4 msk ólífuolía
1 laukur (fíntsaxaður)
1 hvítlauksrif (marið)
500 g saxaðir tómatar með safa (ferskir eða úr dós)
Fersk basilíka
Salt og pipar

Uppskrift aðferð
  1. Skerið eggaldin í sneiðar. Saltið og látið standa í ca eina klukkustund.
  2. Búið til tómatsósuna á meðan.
  3. Hitið olíu í potti. Setjið laukinn út í og steikið á miðlungshita í 8 mínútur eða þar til hann er orðinn glær. Bætið hvítlauk og tómötum saman við. Hrærið vel. Kryddið með ferskri basilíku, salti og pipar.
  4. Setjið í mixara og búið til mauk úr sósunni.
  5. Hitið ofninn í 175C. Þurrkið mesta saltið af eggaldinsneiðunum og byrjið að steikja á lágum hita. Það má bara vera eitt lag í einu á pönnunni. Setjið dálitið af tómatsósunni í eldfast mót og byrjið að setja eitt lag af eggaldinsneiðum.
  6. Stráið parmesanosti, kryddið og setjið mozzarellasneiðar ofan á ásamt tómatsósunni.
    Haldið áfram þar til hráefnin eru búin. Hellið smá ólífuolíu ofan á réttinn áður en hann fer inn í ofn.
  7. Bakið í 45 mínútur.
Skammtar
4-6
Flokkun uppskriftir