Eldsteiktar lundir í rjómasósu

Uppruni uppskriftar
lambakjot.is
Uppskrift umsögn

Lambalundir eru að margra áliti allra besti bitinn af lambinu. Þær eru mjög meyrar og mildar og þurfa afar stutta eldun. Hér eru þær snöggsteiktar, flamberaðar með brandíi (einnig má nota t.d. viskí eða annað áfengi) og síðan búin til rjómasósa

Uppskrift innihald

800 g kinda- eða lambalundir (nota má hryggvöðva)
Nýmalaður pipar
Salt
1 msk ólífuolía
1 msk smjör
1 rósmaríngrein skorin í bita
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
2 msk brandí eða viskí
0.25 l rjómi

Uppskrift aðferð

Lundirnar skornar í 3-4 bita hver og kryddaðar með pipar og salti. Smjör og olía hitað á þykkbotna pönnu og lundirnar settar á pönnuna ásamt rósmaríni og hvítlauk og steiktar við góðan hita í um 2 mínútur á hvorri hlið. Þá er brandíinu hellt yfir og eldur borinn að. Þegar logarnir deyja út er rjómanum hellt á pönnuna og hann látinn sjóða niður í 2-3 mínútur. Sósan smökkuð til með pipar og salti og lundirnar bornar fram í henni.

Skammtar
4