Fólk sem borðar seint á kvöldin er líklegra til að fitna

Grein þýtt frá vefsíðu BBC News

Þeir sem borða seint á kvöldin eru líklegri til að þyngjast segir nýleg rannsókn. Hópur frá Northwestern University, Illinois, fann út að tímasetningin hvenær þú borðar, en ekki einungis hvað þú borðar getur skipt sköpum.
Vísindamennirnir fundu út að þegar mýs borðuðu á óvanalegum tímum þá þyngdust þær helmingi meira þrátt fyrir að æfa og borða jafn mikið og hinar. Rannsóknin sem birt var í vísindatímaritinu Obesity (offita) er sögð vera sú fyrsta sem sýnir að það er til rangur tími að borða mat.

Nýlegar rannsóknir hafa gefið í skyn að dægursveiflur líkamans eru tengdar því hvernig líkami okkar notar orku. En það hefur ekki fengist nægjanlega góð niðurstaða á þessu viðfangsefni.
Deanna Arble, yfirmaður rannsóknarinnar sagði “Eitt af áhugasviðum okkar er vaktavinnufólk, en það hefur tilhneigingu til að vera of þungt. Þetta fékk okkur til hugsa hvort það að borða á vitlausum tíma dags gæti leitt til offitu.”

Rannsóknin skoðaði tvö hópa af músum yfir sex vikna tímabil. Báðir hópar fengu há-fitu mat en á mismunandi tímum. Hópurinn sem borðaði á þeim tíma sem þær ættu að vera sofandi þyngdust helmingi meira. Þetta gerðist þrátt fyrir að þær hreyfðu sig jafn mikið og borðuðu einnig jafn mikið og hinn hópurinn.
Þessar niðurstöður geta nýst þeim sem eiga við þyngdarvandamál að etja.

“Hvernig manneskja þyngist er flókið mál, en það er augljóst að það er ekki einungis spurning um kaloríur inn og kaloríur út” sagði Fred Turek frá Northwestern Center for Sleep and Circadian Biology, þar sem rannsóknin fór fram.

“Betri tímasetning máltíða gæti verið mikilvægur þáttur í að hægja á hinni hröðu þróun offitu” sagði Tam Fry frá National Obesity Forum. Hann sagði einnig “þetta eru byltingarkenndar uppgötvanir. Þetta fær mann virkilega til að hugsa af hverju þetta hefur ekki verið gert áður. Þetta gæti haft mikla þýðingu ef þetta hefur áhrif á hvort þú fitnar eða ekki.”

Á þessu stigi er niðurstöðurnar umdeildar ef þeim er beitt á mannfólk. Vísindamennirnir vonast til að þeir geti fundið út hvernig þetta ferli virkar. Því er haldið fram að svefn, hormónar og líkamshiti spila öll hlutverk í því hvernig við fitnum.

Heimildir:

Eating late at night adds weight

Athugasemd höfundar

Þegar gömul sannindi verða ný í höndum vísinda

Það er nú hægt annað en að brosa þegar maður sér þessa frétt. Ég veit ekki hvað það eru mörg ár síðan ég byrjaði að lesa um mikilvægi tímasetninga máltíða frá óhefðbundnum næringarfræðingum. Og eins og vanalega þá mótmælir hefðbundna næringarfræðin því sem kemur frá hinni óhefðbundnu. Fyrir þá sem vilja skoða þetta betur þá hefur Dr. John Berardi skrifað lengi um mikilvægi þess að tímasetja máltíðir til að ná árangri við líkamsstjórnun. Hann hefur meðal annars skrifað bókina The Metabolism Advantage sem kemur inn á þetta (bls. 59 og 67 sem dæmi).

Og til að toppa þetta þá hefur mikið verið skrifað af óhefðbundna næringar samfélaginu um áhrif hormóna og svefns á líkamsþyngd og í þessari frétt er verið að tala um byltingarkenndar uppgötvanir og "af hverju hefur þetta ekki verið gert áður". Ef menn myndu eyða meiri tíma að skoða mál með opnum hug heldur en að mótmæla öllu sem er ekki í samræmi við hefðbundinn vísindahugsunarhátt þá værum við komin svo miklu lengra í heilbrigðisvísindum.

Vil enda þetta á máltæki eftir Arthur Schopenhauer: Allur sannleikur fer í gegnum þrjú stig. Fyrst er hann hæddur. Síðan er honum mótmælt harðlega. Og að lokum er hann samþykktur sem augljósum sannleika.

Tímasetning máltíða er greinilega að detta á stig 3.

kv Halli Magg