Uppruni uppskriftar
Halli Magg
Uppskrift umsögn
Þessi útgáfa er aðlöguð fyrir kvef og hálsbólgu. Mikilvægt er að nota ekki sykur í engiferadrykkinn þegar nota á hann gegn veiki þar sem rannsóknir hafa sýnt að sykur hefur bælandi áhrif á ónæmiskerfi.
Uppskrift innihald
5 sentimetrar af afhýddu engiferi fyrir hvern líter af vatni
hálft til eitt epli fyrir hvern líter af vatni
Hálf lime fyrir hvern líter af vatni
Slatti af myntulaufum
Örlítið af cayenne pipar
Uppskrift aðferð
- Vatn er látið sjóða upp að 50°C og tekið af hellunni.
- Látið öll innihaldsefnin í vatnið og látið liggja yfir nótt eða dag.
- Síjið engiferadrykkinn og látið í ílát og geymið í kæli. Geymist í ca. 3 daga.
Hita skal upp drykkinn í hvert skipti og setja út í hann sítrónu eða lime og hunang.
Drekka skal nokkur glös af drykknum á dag eftir þörf til að mýkja hálsinn.
Flokkun uppskriftir