Engiferakryddað rauðrófusalat

Uppruni uppskriftar
kalkunn.is
Uppskrift innihald

3 meðalstórar rauðrófur
2 lime ávextir
3 appelsínur
1/2 bolli valhnetukjarnar
2 vorlaukar, saxaðir (má sleppa)
3 tsk. hunang
1/4 bolli olía
1 tsk. rifin engiferrót

Uppskrift aðferð

Sjóðið rauðrófurnar í 40 mínútur eða þar til þær eru gegnsoðnar, kælið þær og flysjið.
Skerið rauðrófurnar í mjóa strimla. flysjið eina appelsínu og eitt lime með grænmetisflysjara og skerið börkinn í örfína strimla.
Setjið strimlana í sjóðheitt vatn smástund og sigtið svo vatnið frá.
Flysjið afganginn af appelsínunum og skerið frá allan hvíta hlutann af berkinum.
Skerið appelsínurnar í báta og geymið safann sem myndast.

Leggið rauðrófustrimlana í hring á fat og appelsínubátana í miðjuna.
Dreifið valhnetunum, vorlauknum og appelsínustrimlunum yfir salatið. pressið safann úr lime ávöxtunum og blandið saman við appelsínusafann, bætið hunanginu og olíunni saman við ásamt engiferrótinni.
Hrærið öllu vel saman og dreypið yfir salatið.