Uppruni uppskriftar
matis.is
Uppskrift innihald
1 kg grásleppa
2 msk ferskur engifer
1 msk hunang
150 g gulrætur
2 rauðlaukar
500 ml vatn
100 ml hvítvín eða mysa
1 peli rjómi
Salt og pipar eftir smekk
Uppskrift aðferð
Snyrtið fiskinn og takið mestu fituröndina frá. Skerið fiskinn í 3-4 cm bita og kryddið með salti og pipar. Geymið í kæli á meðan engifersoðið er lagað.
Brúnið lauk, gulrætur og engifer í potti í 3 mín. Bætið hunangi, hvítvíni, vatni og rjóma út í, látið sjóða kröftuglega í 10 mín.
Setjið fiskinn út í og takið pottinn af hitanum. Látið standa í 6 mín. í pottinum. Veiðið fiskinn upp úr og látið síðan sjóða í pottinum. Látið þykkna eftir smekk.
Borið fram með kryddgrjónum.
Flokkun uppskriftir