Uppskrift innihald
1 Kjúklingur (ég nota yfirleitt slatta af bitum)
2-3 msk smjör
4 dl vatn
1 grænt epli
1 laukur
2 1/2 tsk karrý
1 tsk Best á allt eða Töfrakryddið frá Pottagöldrum
1/2 tsk sjávarsalt
1 dl vatn
1 tsk kjúklingakraftur (varist MSG)
1 dós sýrður rjómi 18%
1-2 tsk mango chutney
3 tsk sósujafnari ljós
Uppskrift aðferð
- Brúnið kjúklinginn í helmingnum af smjörinu, stráið Best á allt og örlitlu af salti, setjið í pott ásamt 4 dl af vatni - látið sjóða.
- Saxið lauk og epli, látið krauma í 1-2 mínútur á pönnunni í afganginum af smjörinu og stráið karrý yfir
- Hellið vatni ásamt krafti og sýrðum rjóma og mango chutney. Sjóðið við vægan hita 3-5 mín (ég hef það töluvert lengur eða meðan kjúklingurinn er að verða tilbúin.)
- Hellið sósunni út í pottinn og jafnið með sósujafnara og bragðbætið að vild. (ég geri yfirleitt öfugt þ.e bæti bitunum við út í gumsið og ég er farin að tvöfalda sósuuppskriftina.)
Flokkun uppskriftir