Krökkum finnst auðvitað gaman að dýfa mat í sósur og þessir puttar eru tilvaldir til þess. Útbúið lítinn skammt af grunn tómatsósu og kryddið með örlitlum svörtum pipar, smá hvítlauk, basil og oregano. Einnig hægt er að nota hvaða sósu sem ykkur dettur í hug.
Fiskur, bein og roðhreinsuð flök.
Kókosmjöl (ekki kókos hveiti heldur þetta venjulega kókosmjöl sem fer ofan á skúffukökur)
Bókhveiti
Egg
Hrísgrjónamjólk
Fiskurinn er skorinn í strimla/lengjur sem eru álíka breiðir og fullorðinsputti. Blandið kókos og bókhveiti saman í skál eða á disk, 2 hlutar kókos á móti einum af bókhveiti. Hrærið saman í annarri skál eggi og u.þ.b. matskeið af mjólkinni Veltið fiskiputtunum fyrst upp úr eggjablöndunni og því næst upp úr kókosblöndunni, raðið á disk jafnóðum. Reynið að hjúpa fiskinn vel.
Því næst er þetta steikt á pönnu við miðlungs hita, ég nota ca msk af olíu fyrir hvern skammt. Steikið á öllum hliðum þar til hjúpurinn er gullinbrún. Gott er að setja hvern skammt jafnóðum á diskinn sem á að bera þetta fram og inn í ofn sem er stilltur á 50 gráður celsíus til að halda puttunum heitum. Einnig er mjög gott að blanda afganginum af eggjunum og kókosblöndunni saman og geri lítil buff úr þeim. ca msk fer í hvert buff.