Fiskisúpa

Uppruni uppskriftar
Seinni réttir Jóhanna Vigdís Steinþórsdóttir
Uppskrift innihald

2 laukar
2 gulrætur
1 kúrbítur (má sleppa)
½ púrrulaukur
Olía til steikningar
Salt
Pipar
600 g fiskur (ýsa, þoskur, skötuselur,steinbítur)
1 bolli soð af fiskinum 6 dl fiskisoð (soðið vatn og fiskikraftur í teningum) Gott að nota soðið af fisknum sem var verið að sjóða
Nokkrir saffranþræðir (má sleppa)
½ bolli hvítvín (má sleppa)
1 tsk hunang
1 ½ dl rjómi (má sleppa)
ferskur graslaukur (má sleppa)

Uppskrift aðferð
  1. Skerið laukinn smátt og gulræturnar, kúrbítinn og púrrulaukinn í sneiðar.
  2. Hitið olíuna í potti og steikið grænmetið þar til það er orðið mjúkt. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.
  3. Sjóðið fiskinn í 10 mínútur, takið hann upp úr pottinum og setjið til hliðar. Geymið einn bolla af fiskisoðinu (geymið allt ef þið ætlið að nota það sem kraft)
  4. Blandið fiskisoð og hellið því yfir grænmetið í pottinum. Bætið soðinu af fiskinum út í ásamt saffranþráðunum, hvítvíninu og hunanginu. Blandið öllu vel saman og látið suðuna koma upp.
  5. Lækkið hitann og setjið fiskinn varleg út í. Leyfið öllu að blandast vel við lágan hita. Kryddið með salt og pipar og smakkið. Hellið rjómanum út í en gætið þess að suðan má ekki koma upp eftir það. Klippið graslauk yfir og blandið vel.
  6. Þegar ég bjó til þessa súpu fyrst þá sleppti ég ýmsu þar sem ég átti ekki til, ég bætti við gulræturnar og sett 7 dl af vatni til að sjóða 1 ýsuflak og notaði svo það soð í súpuna þá var ég komin með fisksoð. Ef ég nota meiri fisk þá mundi ég bæta við vatni til að hafa meiri súpu.