Uppruni uppskriftar
Seinni réttir Jóhanna Vigdís Steinþórsdóttir
Uppskrift innihald
2 laukar
2 gulrætur
1 kúrbítur (má sleppa)
½ púrrulaukur
Olía til steikningar
Salt
Pipar
600 g fiskur (ýsa, þoskur, skötuselur,steinbítur)
1 bolli soð af fiskinum 6 dl fiskisoð (soðið vatn og fiskikraftur í teningum) Gott að nota soðið af fisknum sem var verið að sjóða
Nokkrir saffranþræðir (má sleppa)
½ bolli hvítvín (má sleppa)
1 tsk hunang
1 ½ dl rjómi (má sleppa)
ferskur graslaukur (má sleppa)
Uppskrift aðferð
- Skerið laukinn smátt og gulræturnar, kúrbítinn og púrrulaukinn í sneiðar.
- Hitið olíuna í potti og steikið grænmetið þar til það er orðið mjúkt. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.
- Sjóðið fiskinn í 10 mínútur, takið hann upp úr pottinum og setjið til hliðar. Geymið einn bolla af fiskisoðinu (geymið allt ef þið ætlið að nota það sem kraft)
- Blandið fiskisoð og hellið því yfir grænmetið í pottinum. Bætið soðinu af fiskinum út í ásamt saffranþráðunum, hvítvíninu og hunanginu. Blandið öllu vel saman og látið suðuna koma upp.
- Lækkið hitann og setjið fiskinn varleg út í. Leyfið öllu að blandast vel við lágan hita. Kryddið með salt og pipar og smakkið. Hellið rjómanum út í en gætið þess að suðan má ekki koma upp eftir það. Klippið graslauk yfir og blandið vel.
- Þegar ég bjó til þessa súpu fyrst þá sleppti ég ýmsu þar sem ég átti ekki til, ég bætti við gulræturnar og sett 7 dl af vatni til að sjóða 1 ýsuflak og notaði svo það soð í súpuna þá var ég komin með fisksoð. Ef ég nota meiri fisk þá mundi ég bæta við vatni til að hafa meiri súpu.
Flokkun uppskriftir