Grein þýdd frá vefsíðu BBC News
Áströlsk rannsókn hefur komist að því að meltingarbakteríu fæðubótarefni minnkar fjölda og lengd sýkinga hjá langhlaupurum.
Erfiðar æfingar geta haft áhrif á ofnæmiskerfi og gert íþróttamenn berskjaldaðri fyrir kvefi og hóstaköstum. Rannsókn í British Journal of Sports Medicine fann út að þeir sem tóku meltingarbakteríur höfðu helmingi færri veikindadaga.
Sérfræðingar telja það ekki víst að sömu áhrif sé að vænta hjá minna aktífu fólki.
Rannsóknir sýna í auknum mæli að fæðubótarefni með meltingarbakteríum, hinum svokölluðu “góðu bakteríum”, geta haft áhrif á ónæmiskerfi okkar, þó það sé ekki vitað nákvæmlega hvernig.
Í þessari litlu tilraun, sem gerð var við Australian Institute of Sports í Canberra, var fylgst með þjálfun 20 langhlaupara yfir vetrarmánuðina þegar kvef og aðrir öndunarsjúkdómar eru í hámarki. Á 4 mánuðum fengu allir 20 hlaupararnir tveggja mánaða langan kúrs af pillum, annar hópurinn fékk pillu sem innihélt bakteríuna Lactobacillus fermentum á meðan hinn hópurinn fékk lyfleysu (pillan innihélt sem sagt engin virk efni). Íþróttamennirnir þurftu síðan að skrá alla þá daga sem þeir voru með hósta eða nefrennsli.
Þegar farið var yfir gögnin kom í ljós að þeir sem tóku lyfleysuna fengu einkenni í samtals 72 daga á meðan þeir sem tóku meltingarbakteríurnar voru aðeins veikir í 30 daga.
Blóðsýni tekin frá íþróttamönnunum sýndu að magn interferon gamma, efni sem hefur áhrif á ónæmiskerfið, var tvöfalt hærra hjá þeim sem tóku meltingarbakteríurnar sem sýnir að fæðubótarefnið hjálpar með einhverju móti ónæmiskerfinu að verja sig.
Tilgangur tilraunarinnar var að finna leiðir til að hjálpa íþróttamönnum sem eru að æfa sig fyrir stórar keppnir. “það að verjast gegn pestum er mikilvægur þáttur í þjálfun íþróttamanna á háu stigi sem eru að undirbúa sig fyrir lands- og alþjóðakeppnir” skrifuðu rannsakendurnir. Þeir skrifuðu einnig að það væri þess virði að rannsaka áhrif meltingarbaktería til að hjálpa almenningi.
Heimild: