Framhryggjarsneiðar með hunangshjúp

Uppruni uppskriftar
lambakjöt.is
Uppskrift umsögn

Gómsætar framhryggjarsneiðar í heimagerðri barbeque-sósu. Rétt er að hafa í huga að kjötið getur verið fljótt að brenna vegna þess hve sæt sósan er og það mætti líka strjúka hana mjög vel af kjötinu áður en það er sett á grillið og pensla það svo aftur síðustu mínúturnar til að fá góðan hjúp án þess að kjötið brenni.

Uppskrift innihald

1 kg lambaframhryggur í sneiðum (einnig má nota lærissneiðar)
100 ml hunang
4 msk tómatsósa
2 msk sojasósa (heilsusíðan mælir með Tamarisósu)
1 msk púðursykur
1 msk sítrónusafi
0.5 tsk chilipipar
0.5 tsk hvítlauksduft (eða 1-2 hvítlauksgeirar, pressaðir)

Uppskrift aðferð

Kjötsneiðarnar þerraðar og lagðar í eldfast fat. Allt hitt hrært saman, hellt yfir, kjötinu velt upp úr leginum og látið standa við stofuhita í 30-50 mínútur. Grillið hitað. Kjötið tekið úr leginum og sett á grillið. Grillað við nokkuð góðan hita og penslað öðru hverju með kryddleginum. Snúið öðru hverju og sneiðarnar færðar til eftir þörfum svo þær brenni ekki. Borið fram t.d. með grænmeti.

Skammtar
4