Frönsk lauksúpa

Uppruni uppskriftar
Margrét Þóra Þorláksdóttir
Uppskrift innihald

1 msk ólífuolía
1 laukur (stór)
2 greinar timian
2 bollar kjúklingasoð
1 msk Worcestershire sósa
1/2 teningur nautakraftur
2 msk serrí
1/4 bolli parmesanostur (rifinn)
Salt og pipar
4 sneiðar góður ostur (t.d. Gruyre eða Emmentaler)

Uppskrift aðferð
  1. Hitið grillið í ofninum.
  2. Skerið laukinn í þunnar sneiðar.
  3. Hitið ólífuolíu í potti og setjið laukinn út í. Glærið laukinn í a.m.k. tíu mínútur á frekar lágum hita. Hrærið í á meðan.
  4. Hækkið hitann og bætið kjúklingasoði, Worcestershiresósu, nautakrafti og serríi. Látið suðuna koma upp og lækkið þá hitann. Látið malla í 3 mínútur.
  5. Bætið Parmesanosti, salti og pipar út í. Látið malla í aðrar 3 mínútur.
  6. Látið súpuna í sitt hvora eldföstu skálina og skiptið ostsneiðunum á milli skálanna. Látið undir grillið þar til osturinn er orðinn gullinn.
Skammtar
2