Fræg kartöflusúpa

Uppruni uppskriftar
Margrét Þóra Þorláksdóttir
Uppskrift innihald

2 msk ólífuolía
1 laukur
4 bollar kjúklingasoð
1/2 höfuð blómkál (stórt)
11/2 bolli rjómi
Hvitur pipar
Graslaukur og dill

Uppskrift aðferð
  1. Hitið olíuna í stórum potti og setjið saxaðan laukinn út í. Steikið á miðlungshita í ca 5 mínútur en hrærið í öðru hvoru.
  2. Bætið kjúklingasoðinu saman við. Látið suðuna koma upp.
  3. Skerið blómkálið í litla bita (gæti verið gott að nota matvinnsluvél). Bætið þeim út í soðið, setjið lokið á og látið sjóða ca 10 mín. eða þar til blómkálið er mátulegt.
  4. Setjið súpuna í matvinnsluvélina í tveimur pörtum. Látið kólna í hálftíma.
  5. Bætið rjómanum saman við og þeytið vel saman. Kryddið með hvítum pipar.
  6. Kælið súpuna í a.m.k. 2 klukkustundir.
    Hrærið vel upp í áður en borin fram, og skellið smá hvítum pipar út í áður en borið er fram. Skreytið með smáttsöxuðum kryddjurtum.
Skammtar
2