Fyllt egg með skallotlauk, estragon og kavíar

Uppruni uppskriftar
Margrét Þóra Þorláksdóttir
Uppskrift innihald

6 egg (stór)
5 msk majónes (sjá uppskrift eftir Margréti Þóru Þorláksd.)
1 msk skallottulaukur (saxaður)
2 tsk ferskt estragon (saxað)
2 msk kavíar

Uppskrift aðferð
  1. Harðsjóðið eggin. Takið skurnina af og skerið örþunnt neðan af hvítunni svo þau standi betur. Skerið eggin í tvennt og fjarlægið rauðuna varlega úr helmingunum. Myljið rauðuna með gaffli.
  2. Hrærið saman majónes, skallottulauk og estragon. Kryddið með salti og pipar.
  3. Bætið eggjarauðunum saman við og setjið ofan í hvíturnar.
  4. Setjið eggin á disk og breiðið plastfilmu yfir.
  5. Kælið í a.m.k. 30 mínútur. Rétt áður en þau eru borin fram er kavíarinn settur ofan á.