Uppruni uppskriftar
Margrét Þóra Þorláksdóttir
Uppskrift innihald
6 egg (stór)
5 msk majónes (sjá uppskrift eftir Margréti Þóru Þorláksd.)
1 msk skallottulaukur (saxaður)
2 tsk ferskt estragon (saxað)
2 msk kavíar
Uppskrift aðferð
- Harðsjóðið eggin. Takið skurnina af og skerið örþunnt neðan af hvítunni svo þau standi betur. Skerið eggin í tvennt og fjarlægið rauðuna varlega úr helmingunum. Myljið rauðuna með gaffli.
- Hrærið saman majónes, skallottulauk og estragon. Kryddið með salti og pipar.
- Bætið eggjarauðunum saman við og setjið ofan í hvíturnar.
- Setjið eggin á disk og breiðið plastfilmu yfir.
- Kælið í a.m.k. 30 mínútur. Rétt áður en þau eru borin fram er kavíarinn settur ofan á.
Flokkun uppskriftir