Uppruni uppskriftar
Margrét Þóra Þorláksdóttir
Uppskrift innihald
6 egg (stór)
3 msk majónes (sjá uppskript hjá Margréti Þóru Þorláksd.)
1/2 bolli skinka (smátt söxuð)
1 tsk grófkornað sinnep
1 tsk rifin piparrót
1/2 tsk sítrónusafi
Cayennepipar
Uppskrift aðferð
- Harðsjóðið eggin. Takið skurnina af og skerið örþunnt neðan af hvítunni svo þau standi betur.
- Skerið eggin í tvennt og fjarlægið rauðuna varlega úr helmingunum.
- Myljið rauðuna með gaffli. Hrærið saman við restina af hráefnum.
- Setjið fyllinguna í sprautupoka og sprautið henni ofan í eggjahvítuhelmingana.
Kælið í ísskáp. Geymist í allt að 6 klukkutíma.
Flokkun uppskriftir