Fylltur kjúklingur á ítalska vísu

Uppruni uppskriftar
Innsent efni
Uppskrift innihald

4 stk kjúklingbringur

200g spínat

60g hvítlaukssmjör

50g smjör

1/2 dl rjómi

1 stk sítróna

basil (1 búnt)

4 góðar sneiðar af parmaskinku

Salt og pipar

Uppskrift aðferð
  1. Kjúklingabringurnar eru fylltar með hvítlauksmjörinu og parmaskinkunni og þær brúnaðar á pönnu í ca. 1 mín á hvorri hlið. Þær eru síðan bakaðar í ofni í 10 mínútur við 180°C.
  2. Spínatið er steikt á pönnu með smá smjöri, rjóma, salti, pipar og basil eftir smekk. Gott er að kreista sítrónu yfir kjúklinginn áður en hann er borinn fram.
  3. Berið fram með góðu salati.