Geggjaðar fiskubollur

Uppskrift innihald

1 stilkur sítrónugras, sneiddur eða börkur af 1 límónu
4 cm bútur af engiferrót, sneidd
2 hvítlauksgeirar
1 msk. kaffir límónulauf, fást í Asían, eða 2 lárviðarlauf
5 msk. ferskt kóríander, saxað
1 ferskt rautt chili-aldin
800 g roð- og beinlaus fiskur í stórum bitum eða fiskihakk
1 tsk. salt
80 g kókosmjöl
3-4 msk olía

Sósa:
1 msk semsafræ ristur á þurri pönnu
2 msk sesamolía
2 msk límónusafi
2 msk tamarisósa
1 msk hunand
1/2 raut.t chili-aldin smátt saxað

Blandið öllu saman og berið fram með bollunum

Uppskrift aðferð

Setjið sítrónugras, engifer, hvítlauk, límónulauf, ferskt kóríander og chili í matvinnsluvél og blandið vel saman. Bætið fisk og salti út í og maukið vel saman. Bætið kókosmjöli út í og blandið vel saman, passið samt að ofhræra ekki. Formið bollur og hafið þær aðeins flatar. Steikið í heitri olíu.

Gott er að bera fram með hýðishrísgrjónum