2 Kjúklingar
Fylling:
1 stk laukur
5 stk hvítlauksgeirar
3 stk gulrætur
1 stk sellerírót
½ búnt sellerístönglar
2 stk fennel
3 msk smjör
½ búnt timjan
2 msk sjerríedik
Salt og pipar
Hunangsgljái:
4 msk hunang
3 msk smjör
5 msk limesafi
3 msk svört sesamfræ
2 msk kóríanderfræ, möluð
Salt og hvítur pipar
Fylling :
Afhýðið lauk, hvítlauk, gulrætur og sellerírót og skerið í litla teninga ásamt sellerístönglum og fennel. Mýkið allt grænmetir í smjöri á pönnu og kryddið með salti og pipar.
Fyllið kjúklinginn með grænmetisblöndunni.
Hunangsgljái : Hitið hunang í potti og hrærið saman við stofuheitt smjör. Balndið saman við limesafa, sesamfræ og kóríanderfræ.
Penslið gljáanum á kjúklinginn og kryddið með salti og hvítum pipar.
Setjið kjúklinginn á ofngrind með bakka undir eða í ofnpott og eldið við 180°C eða í um 1 ½ klst Penslið gljáanum reglulega á kjúklinginn á meðan á steikingu stendur.
Berið fram með fersku salati.