Glóðaður lax með gúrkusósu

Uppruni uppskriftar
matis.is
Uppskrift innihald

800 g lax í sneiðum eða flaki
Safi úr ferskri sítrónu
Salt og sítrónupipar

Gúrkusósu :
1 dl sýrður rjómi, 18 eða 36%
80 g sýrðar agúrkur (asíur)
2 msk kapers
1 msk dill ferskt eða þurrkað
1/4 tsk salt

Uppskrift aðferð

Látið laxinn bíða með sítrónusafa í u.þ.b. 1 klst.
Hitið ofninn með grilli í 250°C eða notið útigrill, vel heitt. Penslið ristina með olíu.
Stráið salti og sítrónupipar yfir laxinn og grillið í u.þ.b. 5 mín. á hvorri hlið.

Gúrkusósa:
Saxið gúrkur og kapers í kvörn og blandið saman við sýrða rjómann ásamt kryddi. Látið bíða um stund.
Berið sósuna fram með glóðuðum laxi, brúnum hrísgrjónum og ferskri agúrku eða agúrkusalati.

Skammtar
4-6