Glóðaður lax með rjómarósapiparsósu

Uppruni uppskriftar
matis.is
Uppskrift innihald

4-6 laxasneiðar
1 tsk salt
1 msk smjör
1 tsk timjan

Sósa:
2 laukar í sneiðum
1 msk smjör
2 msk rósapipar
1 msk tómatsósa
2 dl hvítvín, má vera óáfengt
250 ml rjómi
1 tsk fiskikraftur (varist MSG tegundir)
1 tsk ljós sósujafnari

Uppskrift aðferð

Bræðið smjörið, blandið salti og timjan saman við.
Penslið laxinn með kryddblöndunni og glóðið í u.þ.b. 5 mín. á hvorri hlið.

Sósa:
Látið rósapiparinn malla í hvítvíninu í 5-10 mín. Sneiðið laukinn í þunnar sneiðar og látið hann krauma í smjörinu á pönnu þar til hann verður fallega brúnn. Bætið vínblöndunni, rjómanum, tómatsósunni og kryddinu út í og sjóðið við vægan hita í u.þ.b. 10 mín. eða þar til sósan byrjar að þykkna, jafnið með sósujafnara og kryddið meira ef vill.
Berið sósuna fram með glóðuðum laxi og pasta.

Skammtar
4-6