Virkni nálastungna fundin?

Grein þýdd frá vefsíðu The Times of India

Eftir 3000 ár hafa vísindamenn ráðið leyndardóm nálastunga. Morry Silberstein, prófessor við Curtin University of Technology í Ástralíu hefur sett fram nýja kenningu sem í fyrsta sinn útskýrir á vísindalegan hátt virkni nálastungna.
“Við höfum í rauninni aldrei haft vísindalega útskýringu á því hvernig nálastungur virka” sagði hann. “Ef við getum útskýrt virkni nálastunga á vísindalegan hátt þá getum við rannsakað þær og þróað leiðir til að nota þær sem hluta af læknismeðferðum.”

Rannsóknir hans gefa til kynna að þegar nálin styngst í gegnum húðina þá rífur hún taugar sem kallast C-þræðir þar sem þeir kvíslast. Hlutverk C-þráða er að bera lág skynboð yfir langar vegalengdir. “Við höfum vitað í þó nokkurn tíma að klassískir nálastungupunktar hafa mun lægri rafmótstöðu en húðin í kringum þá” segir Silberstein. “Það er mögulegt að þetta sé vegna þess að C-þræðir kvíslast við nálastungupunkta”.

Vísindamenn vita ekki nákvæmlega hvert hlutverk C-þráða er í taugakerfinu en Silberstein er með kenningu. “það er mögulegt að tilvera þessa tauganets sé til þess að viðhalda vöku okkar og örvun, og truflun á C-þráðum með nálastungum deyfir almenna næmni okkar fyrir sársauka” segir hann. “Þetta getur mögulega gefið okkur nýjar leiðir til að meðhöndla svefnvandamál, sársauka og háan blóðþrýsting” segir hann, auk þess sem að auka skilning okkar á hinu sjálfvirka taugakerfi.

Þessar niðurstöður verða birtar í Journal of Theoretical Biology.

Heimildir:

Researchers unlock secret behind acupuncture