Grásleppu-piparsteik

Uppruni uppskriftar
matis.is
Uppskrift innihald

2 grásleppuflök skáskorin í þunnar sneiðar
Grill- og steikarolía (varist olíur með MSG)
Sítrónupipar
1-2 tsk grænn pipar
rjómi eftir smekk

Uppskrift aðferð

Veltið flökum upp úr grill- og steikarolíu. Steikið á heitri þurri pönnu, kryddið með sítrónupipar. Snúið sneiðunum við, hellið rjóma yfir ásamt grænum pipar, bragðbætið með kjötkraftsdufti.
Borið fram með kartöflum og öðru grænmeti eftir smekk.