Gráðostasósa

Uppruni uppskriftar
Margrét Þóra Þorláksdóttir
Uppskrift innihald

2 msk laukur (smátt saxaður)
1 hvítlauksrif (marið)
4 msk steinselja (smátt söxuð)
1 bolli majónes
1/2 bolli sýrður rjómi
1 msk sítrónusafi
1 msk rauðvínsedik
200 g gráðaostur (saxaður)
Salt og pipar

Uppskrift aðferð
  1. Hrærið saman majónes og sýrðan rjóma.
  2. Bætið öðru hráefni saman við.
  3. Kælið og berið fram t.d. með svínarifunum eða kjúklingavængjum.
Flokkun uppskriftir