Grillað lamb á spjóti með ananas og mangó

Uppruni uppskriftar
lambakjot.is
Uppskrift umsögn

Það er ekkert íslenskt sumar án íslensks lambakjöts á grillið. Hérna er ljúffeng uppskrift eftir Úlfar Finnbjörnsson sem birtist í grillblaði Gestgjafans 2008.

Uppskrift innihald

800 g lambakjöt, skorið í 3x3 cm bita
4 msk. dijon-sinnep
2 msk. ljóst edik
3 msk. olía
1/2 tsk. salt
1/2 tsk. pipar
1/2 tsk. rósmarínnálar, smátt saxaðar
1-2 msk. fáfnisgras (esdragon), smátt saxað
2-3 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 1/2 mangó, skrælt og skorið í bita
1/2 ananas, skrældur og skorinn í bita

Sinnepssósa:
2 dl sýrður rjómi
1 dl majónes
1-2 hvítlauksgeirar
1 1/2 msk. fáfnisgras (esdragon), smátt saxað
1/2 msk. hunang
1 msk. sítrónusafi
1-2 msk. sinnep
Setjið allt í skál og blandið vel saman.

Uppskrift aðferð

Setjið allt í skál og blandið vel saman. Geymið í kæli yfir nótt.
Þræðið kjötið á grillteina ásamt ananas- og mangóbitum.
Grillið á vel heitu grilli í 3 mín. á hvorri hlið. Berið fram með t.d. salati, grilluðu grænmeti, kartöflum og sinnepssósu.

Skammtar
5