Íbúar Provencehéraðs í Frakklandi nota mikið af hvítlauk, tómötum og kryddjurtum í matargerð og þetta gildir auðvitað líka þegar þeir matreiða lambagrillsteikina sína.
1 lambalæri, úrbeinað (ekki rúlla)
1 laukur, saxaður
5-6 hvítlauksgeirar, saxaðir
4 tómatar, þroskaðir, saxaðir
1/2 knippi steinselja
Nálar af 2-3 rósmaríngreinum
2 msk dijonsinnep n
Nýmalaður pipar
Salt
200 ml þurrt rauðvín
Allt nema lambalærið og rauðvínið sett í matvinnsluvél og hún látin ganga þar til það er komið í mauk. Víninu þeytt saman við. Lambalærið sett á stórt fat með skurðfletina upp og maukinu dreift jafnt yfir. Plast breitt yfir og látið standa í kæli í nokkrar klukkustundir; snúið einu sinni eða tvisvar.
Síðan er kjötið tekið úr kryddleginum, vafið upp og bundið um það á nokkrum stöðum; best er að þykktin sé sem jöfnust.
Grillið hitað vel og þegar það er orðið heitt er slökkt á öðrum brennaranum á gasgrilli en á kolagrilli eru kolin færð til hliðanna og álbakki með dálitlu vatni settur í miðjuna. Lærið sett þar yfir, þannig að engir logar eða glóð séu undir, grillinu lokað og kjötið grillað í 1½-2 klst; snúið tvisvar eða þrisvar og e.t.v. penslað með kryddleginum.
Þegar lærið er tilbúið er það tekið af grillinu og látið standa í 15-20 mínútur en á meðan er afgangurinn af kryddleginum settur í pott og látinn sjóða rösklega í nokkrar mínútur. Borinn fram sem sósa með kjötinu.