Grillað lambalæri með chermoula

Uppruni uppskriftar
lambakjot.is
Uppskrift umsögn

Gómsætt, úrbeinað lambalæri að hætti Marokkóbúa, kryddað með chermoula, sem er kryddjurta- og kryddblanda sem mikið er notuð þar um slóðir. Kjötið má grilla hvort heldur sem er á útigrilli eða í ofni.

Uppskrift innihald

1/2 lambalæri
1/2 knippi steinselja
1/2 knippi kóríanderlauf
2 hvítlauksgeirar
1/2tsk. kummin
1 tsk. saffran
1 tsk. harissa
1 dl ólífuolía
Safi úr 0.5 sítrónu

Uppskrift aðferð

Úrbeinið lærið, skerið í vöðvann þar sem hann er þykkastur og opnið hann þannig að kjötstykkið verði allt álíka þykkt.

Setjið steinselju, kóríander, hvítlauk og krydd í matvinnsluvél og maukið það. Látið vélina ganga og hellið ólífuolíu og sítrónusafa saman við. Smyrjið maukinu á báðar hliðar kjötsins og látið standa í a.m.k. 2 klst.

Hitið svo útigrill eða grillið í ofninum og grillið kjötið í 30-45 mínútur, eftir því hvað það á að vera mikið steikt. Snúið því nokkrum sinnum á meðan. Látið kjötið standa smástund, skerið það svo í sneiðar og berið fram.

Skammtar
4