Lambaframhryggur er góður biti og vel fitusprengdur, þannig að kjötinu hættir síður við að þorna en ýmsum öðrum bitum. Gott að gefa þeim langan tíma á grillinu við fremur vægan hita. Uppskrift úr smiðju Úlfars Finnbjörnssonar, matreiðslumeistara sem birtist í Grillblaði Gestgjafans 2007.
1 1/2 kg lambaframhryggjarsneiðar
2 msk. olía
Salt og pipar
Hjúpur:
1 msk. hunang
1 msk. sinnep
1 msk chili-sósa
1 msk. sojasósa
3 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 dl olía
1 tsk. nýmalaður svartur pipar
Setjið allt í skál og blandið vel saman. Penslið kjötið með olíu og kryddið með salti og pipar.
Grillið á meðalheitu grilli í 7-8 mín. á hvorri hlið. Penslið þá kjötið með hjúpnum og grillið í 2-3 mín. í viðbót.
Berið kjötið fram með afganginum af hjúpnum og grilluðu grænmeti.