Grillaðar lúðusteikur

Uppruni uppskriftar
Margrét Þóra Þorláksdóttir
Uppskrift innihald

4 lúðusteikur
2 msk ólífuolía
2 msk sítrónusafi
2 hvítlauksrif (marin)
1 msk steinselja (söxuð)
Salt og pipar

Uppskrift aðferð
  1. Þeytið saman ólífuolíu, sítrónusafa, hvítlauk og steinselju. Kryddið með salti og pipar.
  2. Berið þetta á lúðusteikurnar og látið standa í smástund.
  3. Grillið á vel heitu grilli helst í fiskigrind í a.m.k. 5 mínútur á hvorri hlið (fer eftir stærð). Einnig er hægt að pönnusteikja lúðuna.
  4. Gott að bera fram með grilluðum eggaldinsneiðum og fersku salati og ekki er verra að vera með gott heimalagað majónes með þessu.
Skammtar
4