Uppruni uppskriftar
Margrét Þóra Þorláksdóttir
Uppskrift innihald
4 lúðusteikur
2 msk ólífuolía
2 msk sítrónusafi
2 hvítlauksrif (marin)
1 msk steinselja (söxuð)
Salt og pipar
Uppskrift aðferð
- Þeytið saman ólífuolíu, sítrónusafa, hvítlauk og steinselju. Kryddið með salti og pipar.
- Berið þetta á lúðusteikurnar og látið standa í smástund.
- Grillið á vel heitu grilli helst í fiskigrind í a.m.k. 5 mínútur á hvorri hlið (fer eftir stærð). Einnig er hægt að pönnusteikja lúðuna.
- Gott að bera fram með grilluðum eggaldinsneiðum og fersku salati og ekki er verra að vera með gott heimalagað majónes með þessu.
Skammtar
4
Flokkun uppskriftir