Grein þýdd og umorðuð frá reuters.com
Við okkar nútíma aðstæður gætu margir frumstæðir ástralskir frumbyggjar hafa hlaupið 100 og 200 metrana hraðar en heimsmethafinn Usain Bolt.
Sumir Tutsi karlmenn í Rwanda stöggva hærra en núverandi heimsmet í hástökkvi sem er 2,45 metrar í vígsluathöfnum þar sem þeir þurfa að stökkva a.m.k. hæð sína til að teljast til karlmanna. Hvaða neanderdalskona gæti unnið fyrrum vaxtarræktarkappa og núverandi ríkisstjóra Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger, í sjómann.
Þessar, og aðrar grípandi staðhæfingar eru lagðar fram í bók ástralska mannfræðingsins Peter McAllister sem heitir “Manthropology” og með hið ögrandi undirheiti “The Science of the Inadequate Modern Male”.
Peter gerir afstöðu sína skýra í fyrstu setningu inngangs. “Ef þú ert að lesa þetta þá ert þú, eða maðurinn sem þú keyptir þetta fyrir, versti karlmaðurinn í sögunni. Ekkert ef, versti maðurinn í sögunni, punktur. Sem hópur er staðreyndin sú að við erum versti hópur karl homo sapiens sem hafa gengið á jörðinni.”
Með stuðningi fjölda heimilda setur Peter fram kenningar sem hann trúir að sanni að nútímamaðurinn er síðri en frummaðurinn á mörgum sviðum, meðal annars í hlaupum og stökki.
Niðurstaða hans varðandi 20.000 ára ástralska frumbyggja er byggð á sporum sem fundust í steingerðum leirárbakka af 6 mönnum sem hafa verið að elta bráð.
Fótfráir frumbyggjar
Greining á fótsporum eins mannanna, sem kallaður var T8, sýnir að hann náði 37 kílómetra á klukkustund hraða á mjúkum leðjuárbakkanum. Til samanburðar þá náði Bolt 42 km/klst hámarkshraða þegar hann sló heimsmetið (9,69 sek) í 100m hlaupi seinustu ólympíuleika í Bejing, Kína. Í viðtali við Peter sagði hann að með nútímaþjálfun, gaddaskó og gúmmí hlaupabraut þá ættu frumbyggjarnir að ná 45 km/klst hraða.
“Við getum ályktað að þeir séu að hlaupa nálægt hámarkshraða sínum fyrst þeir eru að elta bráð” sagði hann. “Ef þeir eru að ná 37 km/klst hraða á mjúkum jarðvegi þá þá grunar mig að það séu sterkar líkur að þeir myndu hlaupa hraðar en Bolt ef þeir hefðu allann þá aðstöðumun sem hann hefur. Það sést á fótsporunum að T8 er enn að auka við hraðann sinn”. Peter segir að líklegast geti hvaða samtímamaður T8 hlaupið jafn hratt. “Við verðum að gera okkur grein fyrir hversu ótrúlega sjaldgæf þessi steingerðu spor eru” segir hann. “Hverjar eru líkurnar á því að þetta hafi einmitt verið hraðasti maðurinn, á þessum tíma, á þessum stað og það hafi einmitt náðst að geyma sporin hans?”
Þegar Peter snéri sér að segja frá hástökki þá segir hann frá ljósmyndum sem þýskur mannfræðingur tók af ungum karlmönnum þar sem þeir eru að stökkva allt að 2,52 metra rétt við aldamótin 1900.
Greinileg hnignun
“Þetta voru manndómsvígslur, allir þurftu að gera þetta. Þeir þurftu að geta stökkið hæð sína til að teljast til manna” segir Peter.
“Þetta er eitthvað sem þeir voru að gera allan tímann og þeir voru mjög aktífir frá unga aldri. Við það þróuðu þeir með sér einstaka hæfni í að stökkva. Þeir voru að stökkva frá unga aldri og upp úr til að sanna manndóm sinn”.
Peter heldur áfram og segir að neanderdalskona hafði 10% meiri vöðvamassa en meðal nútíma evrópskur karlmaður. Með réttri þjálfun ætti hún að ná 90% af vöðvamassa Schwarzenegger þegar hann toppaði á áttunda áratug nítjándu aldar. “En þar sem hún var líffræðilega byggð með mun styttri framhandleggi þá myndi hún vinna hann í sjómann án erfiðleika.”
Í bókinni eru fjöldi annarra dæma um getu forfeðra okkar:
-
Rómverskar herdeildir löbbuðu meira en eitt og hálft maraþon á dag á sama tíma og þeir báru meira en hálfa líkamsþyngd sína af búnaði.
-
Aþena var með 30.000 ræðara á sínum vegum þar sem hver og einn gæti unnið afrek nútíma ræðara.
-
Ástralskir frumbyggjar hentu spjótum gerðum úr harðvið 110 metra eða lengra. Núverandi heimsmet í spjótkasti er 98,48 metrar.
Peter segir að það sé erfitt að bera saman hið forna spjót við nútíma spjót en bætir við “Ef við tökum aðrar sannanir fyrir yfirburða íþróttamennsku frumbyggjanna þá hugsar maður að þeir ættu að geta unnið hverja spjótkastkeppni sem þeir tækju þátt í hér í dag”
En af hverju þessi hnignun?
“Við erum svo óvirk í dag og höfum verið það síðan iðnbyltingin komst á góðan skrið”. “Þetta fólk var mun öflugra en við”.
“Við sjáum þetta ekki þar sem við berum okkur saman við afrek seinustu 30 ára. Það hefur verið svo mikil framþróun, tækninni hefur fleygt fram, tímar og hæðir hafa allir aukist síðan þá (hér átt við íþróttir) en ef við skoðum mun lengra aftur í tímann þá er sagan allt önnur”.
“Það eru til tölfræðilegar upplýsingar um það hversu maðurinn vann mun meiri erfiðisvinnu við upphaf iðnbyltingarinnar”. “Mannslíkaminn er auðmótanlegur og aðlagar sig vel að álagi. Við höfum misst 40% af þykkt langbeina okkar þar sem vöðvaálagið á þau er mun minna nú á tímum”. “Við erum einfaldlega ekki undir sama álagi og við vorum áður fyrr til forna og jafnvel fyrir ekki svo löngu síðan, þannig að líkamar okkar hafa ekki þróast. Jafnvel þrátt fyrir þá þjálfun sem íþróttamenn í fremstu röð framkvæma þá stöndumst við ekki samanburð við forfeður okkar”.
“Við myndum ekki vilja snúa til baka til þessara erfiðu tíma, en það eru augljóslega sumir hlutir þarna sem við hefðum gott af”.
Heimild: