Yfirleitt er best að skera lærissneiðarnar fremur þykkt, ekki síst ef á að grilla kjötið. Bragðmiklar kryddjurtirnar ásamt ólífuolíu, sítrónu og hvítlauk gefa kjötinu einkar góðan keim.
4 lærissneiðar, þykkt skornar
3 msk ólífuolía
1 msk timjan, ferskt, saxað, eða 1 tsk þurrkað
2 tsk rósmarín, ferskt, saxað, eða 1/2 tsk þurrkað
1/2 tsk basilíka, þurrkuð
2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
Rifinn börkur af 1 sítrónu
Nnýmalaður pipar
Salt
Lærissneiðarnar e.t.v. fitusnyrtar svolítið. Allt hitt hrært saman í skál, lærissneiðunum velt upp úr leginum og þær látnar liggja í allt að hálftíma við stofuhita eða lengur í kæli.
Grillið hitað. Sneiðarnar teknar úr leginum og grillaðar við meðalhita eftir smekk, gjarna í um 5 mínútur á hvorri hlið. Snúið einu sinni.