Uppruni uppskriftar
matis.is
Uppskrift innihald
800 g flakaður háfur
1 bolli majones
1 harðsoðið egg
1 msk steinselja
1 msk skalotlaukur
1 msk saxaður sætsúr pikles
1 msk ólífuolía
1 tsk timjan
Salt
Pipar, hvítur og svartur
Uppskrift aðferð
Sósa:
Brytjið egg, steinselju og skalotlauk smátt.
Setjið í skál ásamt majonesi og piklesi.
Saltið og piprið eftir smekk.
Aðferð:
Skerið flökin í fjóra stóra bita. Penslið með ólífuolíu. Saltið, piprið og stráið timjan yfir.
Grillið í 4 mínútur á hvorri hlið. Berið fram með tartarsósunni og kartöflum eða hrísgrjónum.
Skammtar
4
Flokkun uppskriftir