Berfætt er best fyrir börnin (og okkur líka)

Grein þýdd frá www.naturalnews.com

Við sem foreldrar elskum að kaupa litla sæta skó handa börnunum okkar en sérfræðingar eru að vara nú við því og segja að það geti truflað þroska heilabús. Best af öllu, segja þeir sé að leyfa börnunum að labba um berfætt.

Tracy Byrne, sem er fótasérfræðingur sem er sérhæfir sig á barnasviði, útskýrði í nýlegri grein sem birtist í Guardian að ganga berfættur hjálpar börnum að byggja upp vöðvastyrk og liðbönd í fótum. Það er einnig nauðsynlegt til að þroska góða líkamsstöðu, auka styrk og til að auka meðvitund barnsins af hlutum í umhverfi þess.

“Smábörn halda höfði sínu reistara þegar þau ganga berfætt” segir hún, “skilaboðin sem þau fá í gegnum fæturna þýðir að þau þurfa síður að horfa niður á jörðina sem getur valdið því að þau missa jafnvægi og detta”

Sumir sérfræðingar trúa því einnig að það sé einnig betra fyrir fullorðna að vera berfætta.

“Við tökum því sem eðlilegum og náttúrulegum hlut að vera alltaf í skóm, en það er það ekki” útskýrir John Woodward sem er alexandertækni kennari, sem segist hafa verið berfættur í 25 ár. “Skófatnaður var hannaður til að vernda fæturna þegar að þurfti en átti ekki að notast varanlega”.

Samkvæmt rannsókn frá 2007 sem birtist í fræðiritinu The Foot, þá getur ákveðin skófatnaður jafnvel skaðað fætur og komið í veg fyrir að þeir þroskist eðlilega. Og þar sem fætur smábarna er frábrugðin fótum fullorðinna þá hafa rannsóknir einmitt sýnt fram á það að skór geta hindrað eðlilegan þroska fóta.

Þegar fólk labbar úti mæla sérfræðingarnir með því að nota skó til að vernda fæturna en þegar fólk er innandyra þá er betra að vera berfætt, sérstaklega fyrir börn.

Heimild

Some experts say barefoot is best for small children

Athugasemd höfundar

Þetta er dæmi um rannsókn sem ætti að falla undir almenna skynsemi. Þegar við setjum fæturna í skó sem styðja þá gerist auðvitað það sama og þegar við spelkum aðra liði líkamans, þeir hrörna. Það er einmitt það sem gerist þegar við notum t.d. hálskraga eftir bílslys, þess vegna er farið að mæla gegn mikilli hálskraganotkun, því það getur leitt til krónískra vandamála sökum vöðvarýrnunar. Use-disuse lögmálið segir einmitt að ef þú notar það styrkist það, ef þú notar það ekki veikist það. Ég persónulega læt krakkana mína vera berfætt eins mikið og ég get. Líka þegar þau fara á leikjanámskeið þar sem þau eru að klifra, hoppa og skoppa og þannig þá er best að hafa þau berfætt. Við sem foreldrar gerum stundum þau mistök að halda að allt sem við notum eigum við að troða upp á börnin okkar eins fljótt og auðið er. Ég átti ekki orð þegar ég sá eitthvað drasl fyrir nokkrum árum síðan sem var stóll með stuðning fyrir ungabörn sem geta ekki setið, er það ekki nokkuð almenn vitneskja að þessi langtímaseta á okkur er einn stærsti þátturinn sem er að valda stoðkerfavandamálum hjá okkur, hverjum dettur í hug að setja lóðrétt álag á algjörlega óþroskaða hryggsúlu, auðvitað sá sem getur grætt á því. Annað dæmi um svona er að setja eyrnalokka í smábörn. Flestar greinar sem ég les mæla gegn því þar sem það valdi aukinni tíðni á nikkelofnæmi sem er orðið mjög algengt í dag hjá konum. Vandamálið er að við yfirfærum okkar “norm” á allt saman, þrátt fyrir að okkar “norm” er að valda okkur vandræðum.

Annað atriði sem er mikilvægt í þessu berfætta máli er að undir fætinum er mikill fjöldi skynjara sem eru til þess að lesa jörðina undir okkur og það sem mikilvægara er hversu hart við erum að lenda á jörðinni og hvernig við lendum á henni til að vöðvakerfi líkamans getur brugðist rétt við miðað við þau boð sem koma frá iljunum. Þegar við erum að hlaupa eða lyfta í skóm sem eru með mikla dempun í sólum þá fáum við vitlaus boð frá fótunum og stoðkerfi okkar bregst vitlaust við því álagi sem við erum að setja á það. Þetta er sagt vera einn þáttur í meiðslum hjá þeim sem stunda íþróttir. Ég persónulega mæli með og kenni á námskeiðum hjá mér að það er betra fyrir líkamann að gera fótaæfingar berfættur eða í skóm sem eru með ekki dempun í sóla.

Og að lokum eitt mikilvægt atriði sem dempaðir skór valda. Þegar við hlaupum í skóm með mjúkum sóla þá veldur það því að við lendum gjarnar á hælunum þegar fóturinn lendir á jörðinni. Þú segir ábyggilega núna “og hvað með það, það hlaupa allir þannig”. En það er ekki rétt, þegar fólk hleypur berfætt, eins og t.d. frumbyggjar þá lendir það á flötum fæti þegar fóturinn lendir á jörðinni. Þetta er vegna þess að hællinn þolir ekki svona mikið högg að lenda fyrstur á jörðinni. Rannsóknir hafa einmitt sýnt að það er lægri meiðslatíðni að hlaupa berfættur og við eyðum minni orku að hlaupa berfætt. Það er kannski ekki skrítið að vinsældir “barefoot running” er að aukast og í kjölfarið hafa skóframleiðendur farið að þróa skó sem eiga að leyfa fótunum að vinna eðlilega.

Að lokum bendi ég nokkra tengla á “berfætt hlaup” sem ég fann fyrir nokkrum mánuðum þegar ég var að skoða þetta málefni. Þá er hægt að finna hérna.