Vítamín D minnkar líkur á meðgöngukvillum um 30% þ.á.m. sykursýki, háþrýsting og meðgöngueitrun

Breskir og amerískir rannsóknaraðilar hafa nýlega talað um að ónæg áhersla sé á inntöku vítamíns D í bætiefnaformi á meðgöngu, sem og almennt hjá almenningi. En talið er mikilvægt að vítamín D magn sé mælt í blóði sem 25 hydroxy D, þar sem það á að vera milli 50 ng/ml-90ng/ml. Þá er vöntun á vítamíni D talin sérstaklega mikil hjá óléttum konum í Bretlandi, sökum ónægs sólarljóss og lélegs matarræðis. En samkvæmt Dr. Elina Hypponen "er það talið í verstu tilfellum vera lífshættulegt fyrir nýfætt barn".

<--break->Enn fremur hafa amerískir rannsóknaraðilar, Dr. Hollis og Dr. Wagner komist að framúrskarandi niðurstöðum í rannsókn sinni sem þeir tilkynntu á alþjóðlegri vítamín D ráðstefnu í Belgíu. Niðurstöðurnar voru meðal annars:

  • Mæður sem tóku inn 4000IU af vítamíni D á dag minnkuðu líkur á fyrirburafæðingum um helming. Ráðlagður dagskattur er í flestum löndum 400IU.
  • Fleiri börn voru í "réttri" fæðingarþyngd
  • Þær konur sem tóku inn hátt magn vítamíns D þjáðust síður af sýkingum eða 25% minna en þær sem gerðu það ekki. Þá sérstaklega öndunarfærasýkingum þ.á.m. kvef, auk sýkinga í leggöngum og tannholdi.
  • Það var 30% minna um meðgöngukvilla s.s. sykursýki, háþrýsting, og meðgöngueitrun.
  • Þau börn sem fengu hátt magn vítamíns D eftir fæðingu fengu minna kvef og exem.

Niðurstöðurnar eru svo afgerandi að rannsakandinn Dr. Hollis frá Medical University frá South Carolina segir “Ég segi öllum óléttum konum að taka 4000IU á dag af D vítamíni og 6400IU á dag fyrir konur með barn á brjósti. Það er að mínu mati vanglöp í starfi fyrir fæðingarlæknir að vita ekki D vítamín magn sjúklinga sinna. Þessi rannsókn ætti að beina athygli þeirra að þessu málefni”

Dr. Mercola mælir með 77IU af D vítamíni á dag fyrir hvert kíló líkamsþyngdar. Hann takur einnig fram að D vítamín þörf fari líka eftir búsetu á hnettinum, magns daglegs sólarljóss og húðlit.