Grein þýdd og stytt frá www.mercola.com
Rannsakendur hafa uppgötvað að mæður sem hafa börn sín á brjósti minnka líkur sínar á áunninni sykursýki um helming. Ástæðan fyrir því gæti haft eitthvað með það að gera að brjóstagjöf hjálpar móður að missa auka kviðfitu sem hún kann að hafa bætt á sig á meðgöngu.
Þrátt fyrir að kviðfita móður er mikilvæg fyrir þroska fóstur á meðgöngu þá er hún slæm fyrir heilsu móður að meðgöngu lokinni. Kviðfita hefur verið tengd við aukna áhættu á hjartasjúkdómum og sykursýki.
U.S. News & World Report gefur eftirfarandi fjórar ástæður af hverju móðir ætti að hafa barn á brjósti til að auka eigin heilsu:
- Krabbamein í æxlunarfærum. Að vera með barn á brjósti í lengri tíma minnkar líkur á krabbameini í brjóstum, eggjastokkum og legi. Þetta stafar líklegast á því að brjóstagjöf bælir niður hormón sem valda þeim.
- Hjartasjúkdómar. Konur sem hafa barn á brjósti í a.m.k. 24 mánuði á ævi sinni hafa 23% minni líkur á að þróa með sér hjartasjúkdóma. Brjóstagjöf getur einnig minnkað líkurnar á hættulegri kviðfitu.
- Iktsýki. Fjöldi rannsókna hafa tengt brjóstagjöf við minnur líkur á iktsýki (sem er form af sjálfsónæmisgigt). Niðurstaða einnar rannsóknar var sú að brjóstagjöf minnkaði líkurnar á iktsýki um 50%.
- Sykursýki. Brjóstagjöf verndar móður gegn sykursýki 2, líklegast vegna þess að brjóstagjöf gerir frumur næmari fyrir hormóninu insúlín.
Heimild:
Women: How to Slash Your Diabetes Risk in Half - Just Do This
Flestir hafa lesið hversu mikilvæg brjóstagjöf er fyrir hið nýfædda barn, en færri vita kannski hversu mikilvæg hún er fyrir móðurina. Þegar ég fór einu sinni til Kaupmannahafnar til að hlusta á Sally Fallon, höfund bókanna Nourishing traditions og Eat fat, lose fat, þar sem hún var að tala um mataræði frumstæðra samfélaga þá sagði hún frá því hversu mikla áherslu frumstæð samfélög hefðu lagt í brjóstagjöf. Hin nýja móðir fékk aðgang að öllu þeim næringaríkasta mat sem þjóðbálkurinn hafði upp á að bjóða sem öðrum stóð jafnvel ekki í boði, þetta var gert til að móðir gæti jafnað sig betur og til að tryggja barninu næringu. Þetta var nánast algilt hjá öllum frumstæðum samfélögum sem hún talaði um. Þetta fólk gerði sér grein fyrir því hversu mikilvæg næringarík brjóstamjólk var fyrir barnið.
Þó svo að fæðingarorlof hér á landi er einungis 6 mánuðir þá er lítið mál að halda áfram með brjóstagjöf mun lengur með því að fækka þeim niður í morgungjöf (fyrir vinnu) og síðan síðdegisgjöf (eftir vinnu). Strákurinn minn var á brjósti í nálægt tvö ár og dóttir mín var á brjósti í rétt rúmlega ár þangað til hún ákvað sjálf einn daginn að þetta væri komið nóg (þessi dolla er ákveðin í öllu sem hún gerir :-). Það er sorglegt hvað margar mæður hætta með börn sín á brjósti þegar þær byrja að vinna því að kostir brjóstagjafar er svo miklir fyrir barn og móður. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin mælir með brjóstagjöf fyrstu tvö ár barnsins.
Kostir brjóstagjafar fyrir börn er m.a. færri sjúkdómar á fyrstu árum ævi sinnar og einnig síðar á ævinni, t.d. með ofnæmi og óþol, öndunarfærasjúkdóma, heilahimnubólgu og eyrnabólgur. Börn sem fá brjóstamjólk mælast með hærri greindarvísitölu, þau verða síður feit og þau eru í minni hættu á vöggudauða.
Það er greinilega ávinnst margt með því að leggja metnað í brjóstagjöfina.