Grein þýdd frá www.topnews.in
Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á forvarnagildi D vítamíns gegn hjartasjúkdómum, sykursýki og MS. D vítamín er búið til í líkamanum þegar sólin skín á húðina og sökum þess er D vítamín gjarnan kallað sólarvítamínið.
Nýlega rannsókn sýndi fram á að regluleg inntaka á D vítamíni getur minnkað líkurnar á brjóstakrabbameini um 25% og þarmakrabbamein um 33%.
Prófessor Cedric Garland og félagar frá Háskólanum í Kaliforníu fóru yfir 2.750 rannsóknir á D vítamíni og niðurstaða þeirra var sú að ef allir tæku 2000 IU af D vítamíni á dag þá áætluðu þeir að það myndi bjarga 200.000 manns frá brjóstakrabbameini og 250.000 manns frá þarmakrabbameini á heimsvísu.
Mörg norðlæg lönd þar sem fólk fær ekki nægjanlega mikla sól eru að íhuga breytingar á ráðlögðum dagskömmtum á D vítamíni.
Í ljósi stöðugrar aukningar á tíðni krabbameina og að rannsóknir sýna síendurtekið fram á hlutverk D vítamíns í að sporna við þessari þróun vilja margir hækka ráðlagðan dagskammt af D vítamíni. Fjöldi sérfræðinga á þessu sviði segja að heilbrigður dagskammtur er í kringum 5 til 10 stærri heldur en núverandi ráðlagður dagskammtur.
Heimild:
Það er ekki langt síðan að D vítamín var einungis þekkt fyrir að hjálpa kalki að mynda bein en það líður varla sá dagur núna að maður les ekki nýja rannsókn eða grein sem segir frá nýju hlutverki D vítamíns í líkamanum og hvernig það eykur varnir okkar gegn hinum ýmsu sjúkdómum. í dag eru yfir 800 rannsóknir sem sýna fram á hvernig D vítamín ver okkur gegn krabbameini og getur minnkað líkurnar á því allt að 50% (og jafnvel meira í sumum tilvikum).
Í líkama mannsins eru einungis um 25 þúsund mismunandi gen og D vítamín er talið hafa bein áhrif á yfir 2000 genamóttakara og yfir 200 gen. Þannig að það er kannski engin furða af hverju rannsóknir eru að sýna fram á mikilvægi D vítamíns í forvörnum gegn sjúkdómum. Það slæma við þetta er að rannsóknir sýna einmitt að fólk skortir almennt vítamín D og það er líklegast algengasta vítamínið sem fólk skortir. Ástæðan fyrir því er D vítamín er ekki algengt í fæðu og finnst aðalega í feitu fæði sem er minna algengt í fæðu fólks í dag og svo auðvitað fáum við D vítamín úr sólinni en nútímamaðurinn eyðir svo miklum tíma inni eða fullklæddur að sú leið nýtist okkur ekki. Því miður heyrir maður enn næringafræðinga segja að það dugi að fá sólargeisla í nokkrar mínútur í á hendina til að uppfylla D vítamín þörf okkar, en það er langt frá því að vera rétt.
Krabbamein | Háþrýstingur | Hjartasjúkdómar |
Einhverfa | Offita | Iktsýki |
Sykursýki | MS | Crohns meltingasjúkdómur |
Kvef og inflúensa | Meltingafærabólgusjúkdóma | Berklar |
Öldrun | Elliglöp | Blóðeitrun |
Exem og sóríasis | Svefnleysi | Heyrnartap |
Vöðvaverkir | Tannskemmdir | Munnholssjúkdómar |
Beinþynning | Kölkun í augnbötnum | Ófrjósemi |
Flog | Astmi | Mígreni |
Þunglyndi | Alzheimer | Geðklofi |
Þegar haft er í huga að D vítamín hefur áhrif á starfsemi yfir 3000 gena og þar af hefur mjög stórt hlutverk að stjórna virkni ónæmiskerfis þá er þessi tafla hér fyrir ofan ekki svo ótrúleg.
Dr. Mercola, ásamt fjölda annara sérfræðinga, hafa skrifað mikið um þetta vítamín og á síðunni hans www.mercola.com er hægt að finna mikið lesefni um það. Einnig er fljótlesin samantekt á D-vítamíni hér á Heilsusíðunni, smella hér.
Vissulega vær best ef allir myndu fara í blóðpróf til að geta vitað D vítamín ástand sitt og aðlagað sólböð eða fæðubótanotkun í samræmi við það. Vonandi mun heilbrigðiskerfi okkar bjóða upp á það þann daginn sem það fer að ástunda alvöru forvarnarstarfsemi. Þangað til fer ég persónulega eftir ráðleggingum margra sérfræðinga og tek á milli 2000 og 4000 IU á dag af D vítamíni.