Trú á lækningu er besta meðalið!

Grein upprunalega þýdd af Benediktu Jónsdóttur. Stytt og aðlöguð af Halla Magg fyrir Heilsusíðuna.

Í sænska blaðinu P.S.Femina nr.4. 2005 er áhugaverð grein um lyfleysuáhrifin. Lyfleysa þýðist á ensku sem placebo sem kemur frá latínu og þýðir “ég mun geðjast”. Nú eru vísindamenn loksins að komast að raun um mikilvægi þess að líkami og hugur eru eitt og taka verður tillit til þess þegar fólk er veikt. Við sem manneskjur höfum krafta innra með okkur sem geta breytt hinu líkamlega ástandi og það þarf ekki lyf til.

Fjöldi rannsókna hafa verið gerðar þar sem lyfleysur hafa verið notaðar (oft á tíðum sykurpilla) og fólk fengið “lækningu” þar sem það trúði á virkni pillunnar.

Við Karolinska Institutet í Solna var gerð víðtæk rannsókn á því hvernig heilinn brást við sársauka. Hópur sjálfboðaliða fékk sprautur þar sem helmingurinn fékk verkjastillandi lyf í æð en hinn helmingurinn fékk saltvatnsupplausn í æð. Þegar svo hitaplata var sett á hendina á fólki upplifðu allir að sprautan væri verkjastillandi. Samtímis sýndi heilariti sem fólk var tengt við að heilinn brást við á sama hátt hjá báðum hópum, sama hvort það hafði fengið saltvatn eða verkjastillandi sprautu. Hjá þeim manneskjum sem fengu ekki sprautu urðu engar breytingar á heilastarfsemi.

Í Bandarískri rannsókn við Dovnstate Medical Center í New York fékk hópur astmasjúklinga að anda að sér efni sem þeim var tjáð að myndi gera þeim erfiðara með andadrátt. U.þ.b. þriðjungur af hópnum fékk astmakast og nokkrir fengu öndunnarerfiðleika. Þetta gerðist þrátt fyrir það að þeir fengu aðeins að anda að sér saltvatnsupplausn. Stuttu síðar fékk hópurinn annað efni sem læknar sögðu myndi stöðva astmaköstin. Innan 3ja mínútna urðu allir betri. En þetta var aftur sama saltvatnsupplausnin! Aðrar rannsóknir sýna einnig hvernig tiltrú fólks á lyf hefur áhrif. Þar kemur fram að “útlit” lyfja hefur sálræn áhrif. Ef taflan er hvít eða blá og er vond á bragðið og í pakkningu sem erfitt er að opna, er mestar líkur á að hún hafi áhrif. Þannig er innprentað í okkur að alvöru meðal líti út. Hylki hafa svo ennþá meira vægi en töflur. Stórar sprautur sem meiða hafa meira vægi í huga fólks en litlar.

Í dag vita vísindamenn að sjúkdómsgreining eða loforð um meðhöndlun vekur upp eftirvæntingu sem setur á stað sálræn viðbrögð sem leiðir til efnabreytinga í líkamanum. Lyfleysuáhrifin eru ávallt til staðar við innlögn á sjúkrahús, sama hvort fólk tekur sterk lyf eða ekki. Stundum er talað um að sjúkdómur hafi sinn náttúrulega gang. En jákvæðar væntingar geta læknað miklu fyrr og flýtt fyrir bata. Lækningamáttur líkamans er ótrúlegur við kjöraðstæður.

Læknar geta haft áhrif á hvort sjúklingar þeirra læknist eða ei. Neikvæður, pirraður, kuldalegur eða of raunsær læknir getur haft þau áhrif að sjúklingnum versnar sem getur jafnvel í verstu tilfellum leitt til dauða. Á meðan jákvæður, hlýr og bjartsýnn læknir aftur á móti getur gert kraftaverk fyrir sjúklinginn með sannfæringakrafti sínum einum saman. Læknar sem segja manneskju með t d. krabbamein að hún eigi svo og svo langt eftir lifað miðað við einhverjar meðaltalstölur geta ómeðvitað átt þátt í að sjúklingurinn stilli undirmeðvitund sína inn á það að ná ekki bata. Vonin, viljinn og baráttugleðin deyr smátt saman.

Óteljandi dæmi eru svo um hið gagnstæða að manneskjur með ólæknandi sjúkdóma sem hafa ekki hlustað á neitt vonleysi heldur trúað af sannfæringu á eigin bata án nokkurs efa hafi náð bata.

Í “New England Journal of Medicine” var fyrir nokkrum árum birt rannsókn þar sem læknar höfðu “platað” manneskjur sem fóru í hnéuppskurð vegna liðamótavandamála í hné. Á öðrum hópnum var framkvæmt hnéaðgerð á meðan hinn helmingurinn fékk einungis skurð og var saumaður saman án þess að nokkuð væri að gert, þ.e. plataðgerð. Í báðum hópum minnkuðu verkirnir jafn mikið.

Margar rannsóknir hafa verðið gerðar á fólki sem þjáist af þunglyndi. Þar er það athyglisverðast að lyfleysuáhrifin hafa mjög mikið að segja. Fjölmargar rannsóknir sína ótvírætt að góður sálfræðingur og réttur stuðningur hefur mun betri áhrif og lækningu heldur en lyf. Í Bandaríkjunum báru vísindamenn saman 19 rannsóknir þar sem skýrt kom fram að lyfleysuáhrifin höfðu helmingi meiri áhrif á bata sjúklinga en geðlyf.

Þannig að mundu næst þegar þú tekur lyfin þín, hvort sem þau eru frá lækni, grasalæknir eða hómópata að jákvæðni þín og trú gagnvart lækningunni hefur mikið segja.

Heimild:

Trúin er besta meðalið

Athugasemd höfundar

Til að byrja með vill ég þakka henni Bennu í Manni Lifandi fyrir að deila þessari fræðandi grein með okkur.

Ég vill segja það strax að ég hef ekki aðgang að upprunalegu greininni þannig ég veit ekki hvaða rannsókn þetta er þar sem 19 rannsóknir sýndu að lyfleysuáhrifin höfðu helmingi meiri áhrif á bata sjúklinga en lyf. Ég veit ekki í hvaða samhengi þessi niðurstaða er fengin.

Aftur á móti vil ég benda á nokkrar rannsóknir þar sem farið er yfir þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á þunglyndislyfjum og niðurstaða þeirra er sú að þunglyndislyf virka jafnvel og lyfleysa fyrir væga til miðlungs alvarlegt þunglyndi, en virkar eitthvað betur en lyfleysa fyrir alvarlegt þunglyndi. Því miður fann ég ekki samantektarrannsóknina frá 1998 sem skoðar einnig virkni þunglyndislyfja, en hún segir hvort eð er hið sama. Síðan í einni af þessum rannsóknum hér að neðan er sagt frá því að æfingar og sálfræðimeðferð virka jafn vel og þunglyndislyf fyrir þunglyndi. Allt góðar pælingar nú á tímum þegar við erum að spara í heilbrigðiskerfinu.

Initial severity and antidepressant benefits: a meta-analysis of data submitted to the Food and Drug Administration.

Antidepressant Drug Effects and Depression Severity

Antidepressants and the placebo response.