Myndir þú ekki halda að fullyrðingar sem lyfjafyrirtæki setja fram á auglýsingarefni væri stutt af vísindalegum staðreyndum? Staðreyndin er að svo er ekki. Ný rannsókn sýndi að 94% af upplýsingum í kynningarefni sem sent er til lækna byggir ekki á vísindalegum staðreyndum. Nánast allar upplýsingar í kynningarefninu höfðu verið teknar úr samhengi eða ýktar samkvæmt niðurstöðum rannsóknar.
Rannsóknin sem var framkvæmd var af Institute of Evidence-Based Medicine í Þýskalandi segir meðal annars að ráðleggingar frá starfshópum eru teknar úr samhengi, gert er lítið úr aukaverkunum lyfja, flokkun sjúklinga er vísvitandi rangt skilgreindir, neikvæðar niðurstöður rannsókna eru faldar, jákvæðar niðurstöður lyfjanotkunar eru ýktar. Skoðaðir voru 175 bæklingar sem innihéldu upplýsingar um 520 mismunandi lyf. Bæklingar þessi voru sendir til heimilislækna í Þýskalandi.
Þetta eru einmitt einar af þeim upplýsingum sem læknar reiða sig á til að læra um virkni lyfja sem þeir síðan ávísa á sjúklinga sína.
Heimildir:
Only 6% of drug advertising material is supported by evidence
New study shows that 94% of marketing claims made by pharmaceutical companies have no basis in fact
Ég skrifaði einmitt lesandagrein í Morgunblaðið fyrir stuttu um svona málefni, hægt er að lesa greinina hér. Það er einmitt fyrir þessa ástæðu sem greinin segir frá og margar aðrar að mér finnst að það ætti að banna allt form af markaðssetningu lyfjafyrirtækja til lækna. Það er augljóst hversu mikið hagsmunamál þetta er fyrir öryggi sjúklinga.