Getur fæða átt þátt í að valda ófrjósemi?

Grein þýdd og umorðuð frá mercola.com

Milljónir manna hafa svokallaðan coeliac sjúkdóm, en margir vita ekki af því, að hluta til vegna þess að einkenni eru svo margvísleg. Þessi meltingasjúkdómur [og sjálfsofnæmissjúkdómur],  sem er gjarnan ógreindur, getur valdið skaða í smáþörmum vegna þess að glúten, prótein í hveiti, bygg, rúg [höfrum og spelti], er neytt.

Ófrjósemi virðist vera algengari í konum með ómeðhöndlaðan coeliac sjúkdóm. Annarskonar kvennsjúkdóma- og fæðingartengd vandamál er líka algengari, þ.á.m. fósturmissir og fyrirburafæðingar.

Auk þess, eru tíðartengd vandamál algeng í konum með coeliac sjúkdóm þ.á.m. fyrstu tíðir byrja seint [menarche], snemmbúið breytingaskeið og tíðarleysi [secondary amenorrhoea]. En það er einmitt þessi tíðartengdu vandamál, auk hormónatengdra raskana, sem veldur færri egglosum, sem aftur veldur minni líkum á þungun.

Fyrir karlmenn, geta verið meðal vandamála óeðlilegt sæði s.s. lágt magn sæðisfruma, gölluð lögun, og minnkuð virkni [t.d. lélegur hreyfaleiki]. Karlmenn með ómeðhöndlaðan coeliac sjúkdóm geta líka haft lægra testósterón magn.

Góðu fréttirnar eru þær að með meðhöndlun, sem byggir á glútenfríu mataræði og lagfæringum á næringarskorti, eykur líkurnar á getnaði til muna. 

Athugasemd Dr. Mercola:

[Þó ber að taka fram] að fyrir áratug var talið að coeliac snerti aðeins einn af hverjum 10.000 Bandaríkjamönnum. En skýrsla frá 2004, frá National Institute of Health (NIH), áætlar að einn af hverjum 133 Bandaríkjamönnum hafi sjúkdóminn. Það þýðir að um það bil 2 milljónir Bandaríkjamann þjáist af glúten óþoli. Þá er talið að mun fleiri þjáist af forklínísku glúten óþoli [þá eru fólk með einkenni þess, en ekki kemur fram jákvætt svar við rannsóknum] eða hugsanlega allt að 30 milljónir Bandaríkjamanna. Því miður getur coeliac sjúkdómurinn komið fram á margan hátt, sem verður til þess að hann er oft ógreindur og þar af leiðandi ekki meðhöndlaður. Ein rannsókn sýndi að algengt er að það taki 11 ár fyrir sjúklinga að fá rétta greiningu.

Hvernig coeliac sjúkdómurinn er greindur

Einkenni geta verið mjög mismunandi og geta auðveldlega verið ruglað saman við einkenni annarra sjúkdóma s.s. iðrabólgu og síþreytu.

Fólk með coeliac sjúkdóm hefur hærra magn en venjulega af svokölluðum sjálfsmótefnum í blóði [eða það sem kallast á ensku anti-tissue transglutaminase antibodies (tTGA) og anti-endomysium antibodies (EMA)]. Ef prófanir eru jákvæðar fyrir coeliac sjúkdóm er hægt að framkvæma vefjasýnatöku í smáþörmum til að staðfesta greiningu. Vefjasýnataka athugar hvort smáþarmatotur hafi orðið fyrir skaða, sem er aðal einkenni coelic sjúkdómsins. [Þó ber að hafa í huga að við vefjasýnatöku er ekki alltaf unnt að greina sjúkdóminn, samanber fyrir ofan er nefnt að oft tekur mörg ár að fá greiningu. En í fyrsta lagi eru smáþarmarnir 9 metrar að lengd og því tvísýnt að fá sýni af “rétta staðnum”. Þá getur sjúkdómurinn verið forklínískur eða ekki nógu mikill skaði orðinn í smáþörmum til að koma fram jákvætt á prófi. Önnur próf sem hafa talist áræðanleg fyrir glúten óþoli eru HLA-DQ próf ásamt klínískum einkennum.]

Hvernig á að meðhöndla coeliac sjúkdóminn og almennur ókostur kornmetis

Glúten óþol er hægt að meðhöndla á einfaldan hátt með að sleppa glúteni og öðru kornmeti að mestu úr dagsdaglegri fæðu.

Hafa ber í huga að glúten getur verið falið í mörgu s.s. tilbúnum súpum, sojasósu, sælgæti og margskonar lágfitu matvörum, svo mikilvægt er að lesa innihaldslýsingar.

Annað sem þarf að hafa varann á er t.d. sterkja, alkóhól, edik, ýmis lyf, náttúruleg bragðefni o.fl.

Ef þú hefur verið greindur með coeliac sjúkdóm er mjög mikilvægt að forðast glúten með öllu til að skaða ekki heilsuna. Þó allmargir, ef ekki flestir (85%), hefðu gott af að minnka kornneyslu. En margir ef ekki flestir borða of mikið af brauði, morgunkorni, pasta, maís (sem er ekki grænmeti), hrísgrjónum, kartöflum, skyndibitum o.fl. sem hefur slæm áhrif á heilsuna.

Matarræði hátt í korni veldur insúlín viðnámi sem veldur mun meiri vandamálum en coeliac einn og sér. Það leiðir af sér offitu sem nú hrjáir tvo þriðju Bandaríkjamanna.

Margir einbeita enn á fituneyslu, sem er í raun ekki stærsta vandamálið heldur óeðlilega mikil neysla mikið unninna kolvetna, sem veldur offitu, og faraldsfræðilega háu stigi sjúkdóma svo sem sykursýki.

Þegar þú hefur prófað glútenlaust matarræði og finnur hve mikið betur þér líður á því, þá mundu eflaust ekki vera í vandræðum með að vera án þess og lifa heilbrigðara lífi.

Hér eru upplýsingar um glútenlaust mataræði inn á Heilsusíðunni

Heimild

Why Haven't Infertile Couples Been Told These Facts?

Athugasemd höfundar

Glútenóþol er stórt umtalsefni, og hefur verið mikið í umræðunni, þá sérstaklega í heilsugeiranum en líka hjá almenning og í heilbrigðigeiranum almennt. Glúten er samheiti yfir mismunandi prótein sem finnast í mismunandi korntegundum. Það samanstendur af tveimur aðal undireiningum, prólamínum (prolamines) og glútalínum (glutelins). Prólamínið glíadín er mest rannsakaða glútenið því það er að finna í hveiti og tengist coeliac sjúkdómnum. Hér fylgja heitin á öðrum próteinum eða prólamínum í öðrum korntegundum: rúgur-secalinin, hafrar-avenin, bygg-hordein, maís-zien, hrísgrjón-orzenin, hirsi-panicin. Mismikið er af þessum próteinum í hverri korntegund fyrir sig. Fyrir hveiti er 69% próteinsins sem finnst þar frá glúteninu glíadín. Það er frekar hátt hlutfall sem er ástæðan fyrir því vandamáli sem það veldur. Til dæmis er glútenið zien í maís 55% af því próteini sem finnst í maís, og fyrir bygg er hlutfallið 46-52% af því próteini sem er þar. Á meðan glútenið orzenin er aðeins 5% af því próteini sem finnst í hrísgrjónum. Þannig að hér sést að mismunandi magn próteina eða glútena er að finna í hverri korntegund fyrir sig. Þá má líka nefna til fróðleiks að korn er uppbyggt af hýði (husk), klíði (bran), fræhvítu (endosperm), kími (germ nucleus). Korn t.d. hvítt hveiti er malað úr sterkjuríkri fræhvítunni, þar sem má finna 90% af próteinum kornsins þ.á.m. glúten.

En þessar útskýringar voru bæði til fróðleiks og líka til að útskýra betur hugtakið óþol. Staðan er sú í dag að mikil misklíð er um hvor einstaklingur sé með óþol fyrir hinu og þessu eða ekki. En þá þarf að skoða hugtakið óþol. En eins og kemur fram í myndbandinu hér að neðan er talað um á ensku, annarsvegar „intolerance“ og hinsvegar „sensitivity“, sem í báðum tilvikum er þýtt sem óþol á íslensku. En „glutein intolerance“ er hreinlega vangeta til að þola eða melta glúten, en þar á sér ekki stað ónæmismiðað viðbragð, nema það verði áunnið. Við þær aðstæður á sér stað eftirfarandi keðjuverkun: vangeta til að þola eða melta glúten > hér er svörun að mestu í ristli > röskun á þarmaflóru (dysbiosis) >  þarmarnir leka (leaky gut syndrome) > áunnið óþol með framleiðslu ýmissa ónæmisfruma og mótefna > vefjaskaði > sjúkdómar koma fram. Hér getur við áunnið okkur óþol þar sem ónæmissvörun verður á endanum ef þetta ástand heldur áfram til lengri tíma. En það er vegna þess að „hola“ myndast í þarmaveggnum, þar sem ómeltar agnir komast í gegn og inn í blóðrásarkerfið þar sem bíða ýmsar ónæmisfrumur útaf miklu magni meltingar tengdum sogæðavef þar (gastro associated lymph tissue). Hér er óþolið áunnið að mestu með óheilbrigðum lífsháttum. Þar spilar m.a. inn í einfaldir þættir eins og að við tyggjum matinn ekki nægjanlega (í mauk), blöndum saman mat sem á ekki saman t.d. sterkjuríkum mat og próteinum, mikil notkun sýklalyfja, við borðum mikið af sykri, og margt fleira. En samkvæmt Lýðheilsustöð borðar hver Íslendingur að meðaltali um 52 Kg. af sykri á ári. „Glutein sensitivity“ hinsvegar er ónæmismiðað viðbragð strax frá byrjun, þar sem verður hækkun á vissum mótefnum IgG, IgM, IgA, og hugsanlega ImD,  T frumu flækja (T cell reaction) og mótefnaflækja (immune complexes). Þá á sér stað eftirfarandi keðjuverkun: seintilkomið ónæmissvar (delayed hypersenitivity reaction) veldur hækkun fyrrnefndra mótefna > kemísk bólguviðbrögð > vefjaskaði > sjúkdómar koma fram. Stundum geta bæði viðbrögð átt sér stað í líkamanum. Þá sést að hér liggur vandamálið að vissu leyti í hugtökum og skilning á þeim.

En burtséð frá því hvort sé um að ræða óþol vegna ónæmismiðaðs viðbragðs eða óþol vegna þess að líkaminn þoli eða melti illa glúten (og þá í síðarnefnda tilvikinu hugsanlega að mestu allt korn), þá er staðan sú að lífshættir okkar skapa þetta umhverfi að einhverju leyti. Við borðum hér á landi óheyrilega mikið magn af hveiti og skyldum vörum. Þá hefðu allflestir gott af að minnka það magn. Ef skrifuð væri nokkurra daga matardagbók, til að fá hugmynd um matarræði, þá hugsa ég að allmargir myndu fá hálfgert áfall við það að sjá neyslumynstur sitt svart á hvítu.

Ef par hefur lengi átt í erfiðleikum með að geta barn, eða þurft að þola fósturmissi er mikilvægt að breyta matarræði, þá m.a. að taka út glúten helst að öllu eða a.m.k. að mestu leyti ef hitt er ómögulegt. Þá má segja að ef hveiti getur valdið slíkum usla að minnka frjósemi og valda fósturmissi, er ekki óraunhæft að segja að einhver tengsl séu hugsanlega við aðrar fæðutegundir. Eftir heimildum Allergy Uk samtakanna er talið að 45% einstaklinga í Bretlandi, og þá ekki ólíklega sambærilegt hlutfall hér á landi, þjáist eða muni þjást af fæðuóþoli einhvern tímann á lífsleiðinni. Sjá http://www.foodintoleranceawareness.org/

Góð fræðigrein um coeliac sjúkdóminn og ófrjósemi, smella hér

Fróðlegt myndband með útskýringum um glútenóþol frá Glutein Free Society, smella hér