Kóladrykkja veldur vöðvaveikleika og beinþynningu

Grein þýdd frá NaturalNews.com

Þeir sem drekka meira en 2 lítra á dag af kóladrykkjum (t.d. Kók eða Pepsí) eru í hættu að skapa alvarlegan og jafnvel lífshættulegan skort á kalíum samkvæmt rannsókn sem gerð var í háskólanum í Ioannina Grikklandi og birt var í vísindatímaritinu International Journal of Clinical Practice.

“Við erum að drekka mun meira af kóladrykkjum en nokkurn tímann fyrr og nú þegar hafa ýmis heilsufarsvandamál verið tengd því, þar á meðal tannskemmdir, beineyðing og myndun efnaskiptaheilkenni og sykursýki” segir rannsóknarmaðurinn Moses Elisaf. “Rannsóknarniðurstöður eru einnig farnar í síauknum mæli að benda á að mikil kóladrykkja getur leitt til hypokalemia, þar sem magn kalíums í blóði verður of lágt sem veldur vanvirkni í virkni vöðva.

Rannsóknarmennirnir skoðuðu mál fjölda sjúklinga sem drukku á milli 2 til 10 lítra af kóladrykkjum á dag, þar á meðal tvær ófrískar konur. Önnur þeirra, 21 árs sem drakk allt að 3 lítra á dag, var lögð á spítala með stöðuga ælu, þreytu og lystarleysi. Hin var lögð inn eftir að drekka 7 lítra á dag í 10 mánuði og þjáðist af síauknum vöðvaveikleika. Báðar konur náðu sér eftir að hætta að drekka kóladrykki og voru gefnar kalíum í æð eða í töfluformi.

Kalíum spilar mikilvægt hlutverk í virkni tauga, vöðva og hjartans. Alvarlegur skortur eins og hjá viðfangsefnum í rannsókninni getur leitt til krampa, lömunar, óreglulegs hjartsláttar og jafnvel dauða. Eitt viðfangsefnið í rannsókninni hlaut lungnalömun eftir að drekka 10 lítra á dag. Rannsakendur halda að bæði sykur og koffín innihald kóladrykkja leiði til skorts á kalíum.

Í ritstjórnargrein sem fylgdi rannsókninni segir Clifford D. Packer við Louis Stokes Cleveland læknamiðstöðinni í Cleveland “það er mjög lítill vafi á því að tugir milljónir manna í vestrænum ríkjum drekka að minnsta kosti 2-3 lítra af kóladrykkjum á dag. Gosdrykkjariðnaðurinn þarf að koma á framfæri og stuðla að örugga og hóflega drykkju á vörum sínum fyrir alla aldurshópa, minnka skammtastærðir og sinna óskum neytenda eftir heilsusamlegri drykkjum”

Heimildir:

Drinking Cola Causes Muscle Weakness, Bone Loss – www.naturalnews.com

Athugasemd höfundar

Það að kóladrykkir skulu lækka magn kalíum í líkamanum er stórmál.

Í grein eftir Loren Cordain sem birtist í American Journal of Clinical Nutrition (2005. Vol 81, no.2 341-354) kemur fram að mataræði í dag inniheldur 400% meira natríum og 400% minna kalíum en það mataræði sem við lifðum á fyrir 2,5 milljón árum þangað til ca. 150-200 ár síðan þegar þetta hlutfall byrjaði að snúast við. En hátt hlutfall natríum og lágs kalíums er tengt við háan blóðþrýsting, heilablóðföll, nýrnasteina og astma samkvæmt rannsóknum.

í nýrri grein eftir Dr. John Bowden þá segir hann frá nýrri rannsókn sem birt var í vísindatímaritinu Archives of Internal Medicine sem sýndi fram á að hlutfall natríums og kalíums er það sem er mikilvægt en ekki einungis að lækka natríum (matarsalt) eins og okkur er alltaf sagt að gera. Vísindamennirnir fundu út að hátt natríum á móti kalíum hlutfall hækkaði umtalsvert hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum.

Besta leiðin til að hafa hátt kalíum á móti natríum er að borða náttúrulegan mat og lítið af unnum mat sem almennt er stútfullur af salti og skortir kalíum.

Jebb, þig langar ábyggilega ekki í kók núna :-)

kv

Halli Magg