Celiacs fjórum sinnum algengari en árið 1950

Grein þýdd frá www.mayoclinic.org

Celiacs sjúkdómur, ónæmissjúkdómur þar sem líkaminn þolir ekki glútenprótein í kornmeti, er 4 sinnum algengari í dag en hann var fyrir 50 árum síðan samkvæmt rannsókn sem framkvæmt var á Mayo Clinic og birt var í vísindatímaritinu Gastroenterology.

Rannsóknin fann einnig út að fólk sem veit ekki að það sé með celiacs sjúkdóminn er 4 sinnum líklegra til að deyja en fólk sem var ekki með celiacs sjúkdóm á þeim 45 ára tímabili sem rannsóknin náði yfir.

“Celiacs sjúkdómurinn er orðinn mun algengari núna en seinustu 50 ár og við vitum ekki af hverju” segir Joseph Murray, meltingalæknir við Mayo Clinic sem leiddi rannsóknina. “Tíðni sjúkdómsins er núna um 1 af hverjum 100. Þessi aukning, ásamt því að sjúkdómurinn eykur dánartíðni verulega, gefur til kynna að celiacs sjúkdómurinn gæti verið verulegt heilbrigðisvandamál meðal almennings.”

Í fólki sem hefur celiacs sjúkdóminn þá veldur prótein, sem heitir glúten og er m.a. í hveiti, byggi og rúgi ónæmisviðbrögðum sem skemmir þarmatoturnar í smáþörmum sem eru mikilvægar fyrir næringarupptöku. Einkenni celiacs geta verið m.a. niðurgangur, óþægindi í maga, þyngdartap, blóðleysi, óútskýrð ófrjósemi, tannmissir og beinþynning. [Meðferð á celiacssjúkdómi miðast við að stöðva alla neyslu á fæðu sem inniheldur glúten.]

Í rannsókninni voru blóðsýni sem tekin voru milli 1948-1954 borin saman við blóðsýni sem tekin voru nýlega og skimað eftir ónæmisþáttum sem fólk myndar sem er með óþol fyrir glútenpróteini.

“Celiacssjúkdómurinn er ekki lengur sjaldgæfur” segir Dr. Murray. “Eitthvað hefur breyst í umhverfi okkar sem gerir hann mun algengari. Upp að þessu hefur staðlaða leiðin til að greina sjúkdóminn verið að bíða eftir að fólk fari til læknis og kvartað yfir einkennum. Þessi rannsókn gefur til kynna að við þurfum að skima eftir celiacssjúkdómi hjá almenningi alveg eins og við leitum eftir háu kólesteróli eða háum blóðþrýstingi. “

Dr. Murray segir að niðurstöðurnar sýni að að þörf sé á aukinni meðvitund gagnvart celiacs sjúkdómnum bæði meðal lækna og fólks. “Hluti af vandamálinu er að einkenni sjúkdómsins er svo fjölbreytt og þau geta hæglega vera mistekin fyrir aðra sjúkdóma sem eru algengari, t.d. iðrabólga (IBS)” segir hann. “Sumar rannsóknir gefa til kynna að fyrir hverja manneskju sem greind er með celiacs þá eru 30 manneskjur sem eru ógreindar. Og að því gefnu að ógreindar manneskjur eru með fjórfalt hærri dánartíðni en almenningur þá er mikilvægt að almenningur og fagfólk í heilbrigðisgeiranum íhugi möguleikann á celics sjúkdómi þegar leitað er af greiningu við vandamálum sínum”.

Heimild

Mayo Clinic Study Finds Celiac Disease Four Times More Common than in 1950s

Athugasemd höfundar

Í fyrsta lagi er grundvallar villa í þessari grein, og hún er sú að það er ávallt talað um celiacs sjúkdóminn. Vandamálið er ekki celiacs sjúkdómurinn, vandamálið er glútenóþol og EITT af þeim vandamálum sem glútenóþol veldur er celiacs sjúkdómurinn. Á meðan læknastéttinn einbeitir sér nánast að öllu leiti einungis að einni afleiðingu, celiac sjúkdómnum, þá mun hið raunverulega vandamál, glútenóþol, og öll hin vandamálin sem því fylgir fá litla athygli. Þetta er reyndar svo vitlaust að það nær engri átt, og því miður er þetta ekki eina dæmið þar sem hefðbundin læknavísindi fókusa á sjúkdóminn í stað þess að einbeita sér að grunn vandamálinu. Hérna er vandamálið glútenóþol, en ekki celiacs sjúkdómur.

Stór hópur sérfræðinga á þessu sviði hefur mótmælt þessari gölluðu nálgun og hafa kallað eftir nýjum, skynsamari hugsunarhætti gagnvart þessu vandamáli. Eftirfarandi er tafla sem sýnir samanburð á hinum gamla hugsunarhætti varðandi glútenóþol og þeim nýja.

Gamli hugsunarhátturinn

Nýji hugsunarhátturinn

Celiacsjúkdómurinn er eina afleiðingin af glúten óþoli

Það er frekar sjaldgæft fyrir fólk með glútenóþol að fá celiac sjúkdóminn

Vefjasýni úr smáþörmum er ráðandi próf til að staðfesta celiac sjúkdóminn

Genarannsóknireða mjög víðfeðm blóðpróf ásamt einkennasögu staðfesta glútenóþol. Jákvæður árangur af glútenfríu mataræði staðfestir greiningu. Einnig eru til nýrri rannsóknaraðferðir (saur og munnvatn) til að greina glútenóþol.

Mótefnarannsóknirgegn gliadin eru notaðar

Einkenni utan meltingarkerfis vegna glútenóþols eru víðfeðm og algengt er að þau séu misgreind sem aðrir sjúkdómar

Einkenni utan meltingarkerfis eru sjaldgæf

 

 

Til að sýna hversu vitlaust heilbrigðiskerfið geta tekið á þessu vandamáli þá hef ég fengið til mín fólk sem hefur fengið jákvæða niðurstöðu úr blóðrannsóknum að það þoli ekki glúten, og þar af leiðandi er með glútenóþol, en því var sagt að það væri allt í lagi fyrir það að borða fæðu með glúten þar sem ristilskoðun hafi ekki staðfest celiacs sjúkdóm (þ.e. þarmatotur eru ekki skaðaðar). Eða með öðrum orðum, haltu áfram að borða glúten og þegar þú ert búinn að eyðileggja meltingarkerfið þitt þá skulum við taka á þessu! Og ég hef heyrt þetta þó nokkuð oft á þeim 10 árum sem ég hef unnið sem osteópati.

Auk þess, eins og ein áströlsk rannsókn sýndi fram á, það fá ekki allir celiacs sjúkdóm sem eru með glútenóþol. Þannig celiacs á ekki að vera hið eina viðmið.

Hver er tíðni glútenóþols?

Í greininni er sagt að tíðni celiacs sjúkdómsins sé 1 á móti 100. En hver er þá tíðni glútenóþols. Sannleikurinn er sá að við vitum það ekki. Eitt er víst að það er mun hærra en 1 á móti 100, það liggur í augum uppi.

Þeir sem vinna með næringu og nota útilokun á glúteni í meðferð sinni segja að 50-60% af fólki bregst vel við að sleppa glúteni. Það eru tölur sem ég hef heyrt í gegnum tíðina og get staðfest sjálfur af því fólki sem ég hef fylgt í því að sleppa glúteni. Ein meðferðarstofnun sem sérhæfir sig í erfiðum, ógreindum vandamálum, þar sem fólk hefur labbað á milli lækna án þess að fá lausn mála sinna, segist ná lausn, eða hluta af lausn, hjá um 85% af þeim sem sleppa glúteni.

Nýjar greiningaraðferðir á glútenóþoli, sem virðast vera mun nákvæmari en þær sem eru notaðar núna eru að sýna fram á mun hærri tíðni á glútenóþoli en áður var haldið. Enterolab, rannsóknarstofa sem framkvæmir glútenóþolsrannsóknir með því að greina mótefni glútens í hægðum segist t.d. vera að greina glútenóþol í 29% af almenningi (normal population).

Persónulega hlakka ég mikið til þegar birtar verða niðurstöður rannsóka á glútentíðni þar sem notast verður við áreiðanlegri rannsóknaraðferðir heldur en þær sem notaðar eru núna.

Röng greiningaraðferð

Í flestum læknaskólum er læknanemum kennd hin klassísku einkenni celiacssjúkdóms, þ.e. granni maðurinn með næringarskort og niðurgang, en í sannleika sagt eru líklega fæstir sem falla undir þá lýsingu. Glútenóþol er talið í dag tengjast yfir 200 sjúkdómum, þar sem það annað hvort orsakar sjúkdóminn eða gerir hann verri, og einkenni glútenóþols geta verið gríðarlega fjölbreytt. Það er einmitt líklegast ástæðan fyrir því að ofanverð rannsókn sýndi fram á að þeir sem eru með celiacs sjúkdóminn (glútenóþol) og fara ekki á glútenlaust mataræði deyja svona miklu fyrr heldur en almenningur, það er, glútenóþol tengist svo mörgum vandamálum og sjúkdómum, sem eykur dánartíðni.

Breyta þarf kennslu í læknadeildum á þann máta að glútenóþol er grunnvandamálið sem leiðir til fjölbreyttra einkenna og sjúkdóma, og einn af þeim er celiacs sjúkdómur.

Það er kannski ekki furða að ein kanadísk rannsókn sýndi að það tæki manneskju að meðaltali 11 ár að fá greiningu á celiacs sjúkdómi fyrst að þetta eru kennsluhættirnir í dag.

Fyrir utan ranga nálgun á sjúkdóminn þá er eitt stærsta vandamálið við greiningu á glútenóþoli er að heilbrigðiskerfið okkar notast við blóðrannsóknir til að greina ónæmisviðbrögð gegn glúteni og því miður þá er sú greiningaraðferð ekki nægjanlega skilvirk.

Í rannsókn þar sem athugað var hversu áræðanleg blóðpróf voru til að greina glútenóþol í fólki með staðfest celiacs sjúkdóm samkvæmt ristilspeglun kom í ljós að blóðpróf staðfestir glútenóþol hjá 77% hjá þeim sem eru með alveg flatar þarmatotur (s.s. 100% skemmdar) og einungis 33% hjá þeim sem eru með að hluta til skemmdar (flatar) þarmatotur.

Niðurstaða

Mitt persónulega álit, sem ég hef haft nú í nokkur ár, er að glútenóþol er eitt af stærri heilbrigðisvandamálum hér á norðlægum slóðum sökum hversu víðfeðm tengls þess er við fjölda vandamála og sjúkdóma. Mig grunar að rannsóknir í framtíðinni, þegar farið verður að líta á glútenóþol frá réttum forsendum, muni einmitt sýna fram á það, sem þegar er farið að gerast. Vandamálið við, ef það verður niðurstaðan, er að bæði heilbrigðiskerfið og matariðnaðurinn mun berjast á móti þeim niðurstöðum, því bæði hafa svo mikla eiginhagsmuni í því að svo sé vitlaust.