Grein þýdd og umorðuð frá NaturalNews.com
Hið vinsæla jurtafæðubótaefni St. John’s Wort (jónsmessurunni á íslensku) er betri kostur í heildina en þunglyndislyf þar sem það hefur sömu virkni en mun færri aukaverkanir segir rannsókn sem kemur frá Centre for complementery medicine í München, Þýskalandi.
“Í það heila hafði St. John’s Wort betri virkni en lyfleysur, svipaða virkni og stöðluð þunglyndislyf og færri aukaverkanir en þunglyndislyf” segir umsjónarmaður rannsóknarinnar Klaus Linde.
Rannsóknin, sem birt er í Cochrane library, tekur saman niðurstöður úr 29 rannsóknum með samtals 5.489 þátttakendum þar sem þátttakendur var handahófskennt gefið annað hvort St. John’s Wort, lyfleysu eða þunglyndislyf (tricyclic eða SSRI lyf) fyrir mildu til miðlungs alvarlegu þunglyndi. Allar rannsóknirnar voru tvíblindar, sem þýðir að hvorki þátttakendi né sá sem framkvæmdi tilraunina vissu hvaða meðferð þátttakandi fékk.
Niðurstaðan var sú að St. John’s Wort virkaði betur en lyfleysa og jafnvel og bæði þunglyndislyfin en þó með færri aukaverkunum. Þeir sjúklingar sem fengu jurtalyfið voru mun líklegri til að þurfa ekki að hætta í rannsókninni vegna aukaverkanna eins og þeir sem tóku þunglyndislyfin.
Þessi rannsókn er sú ýtarlegasta sem hefur verið framkvæmd á þessu viðfangsefni og sýnir að St. John’s Wort er góður kostur til að meðhöndla þunglyndi.
Vinsældir St. John’s Wort hafa aukist mikið á seinustu árum. Læknar í Þýskalandi ávísa því reglulega, sérstaklega á börn og unglinga og í Bretlandi er jurtin notuð af yfir tveimur milljónum manna. Ástæða vinsældanna er líklega vegna áhyggja af notkun þunglyndislyfja, sérstaklega SSRI lyfja, þar sem sýnt hefur verið fram á aukna sjálfsmorðstíðni meðal unglinga og jafnvel fullorðna í kjölfar notkunar á þeim. Auk þess hafa nýlegar rannsóknir tengt notkun þunglyndislyfja hjá ófrískum konum við hærri tíðni á hjarta- og munnholsfæðingargöllum.
Búast má við að St. John’s Wort byrji að létta á einkennum þunglyndis á tveimur til fjórum vikum á meðan þunglyndislyf taka almennt 4-6 vikur að virka.
Varast skal að taka St. John’s Wort með ávísunarskyldum lyfjum nema undir umsjón fagaðila sem hefur kunnáttu á þessu sviði þar sem neysla á St. John’s Wort fer illa með sumum lyfjum eins lifra-, kólesteról- og blóðþynningarlyfjum, auk þess að það getur minnkað virkni á getnaðarvarnarpillunni.
Heimildir:
St. John's Wort Again Proven Better than Antidepressant Drugs – www.naturalnews.com
Heilsufrelsi
St. John’s Wort fæðubótaefni eru bönnuð hér á Íslandi af Lyfjaeftirlitinu sem er augljóslega mikill ókostur og skerðir á frelsi einstaklinga að velja meðhöndlun sér við hæfi. Með því að leyfa St. John’s Wort hér á landi gætu einstaklingar valið sér náttúrulega meðhöndlun við þunglyndi sem hefur fáar, ef einhverjar aukaverkanir í för með sér, ólíkt þunglyndislyfjum sem geta gefið fjölda aukaverkana, sumar hverjar lífshættulegar. Einnig myndi notkun á St. John’s Wort spara heilbrigðiskerfinu margar milljónir í beinum kostnaði við sparnað á kaupum á þunglyndislyfjum og læknaheimsóknum auk þess myndi vera sparnaður í afleiddum kostnaði á meðhöndlunum á aukaverkunum vegna neyslu á þunglyndislyfjum.
Kv.
Halli Magg