Nýjar rannsóknir styðja fullyrðinguna að “sykur sé eitraður”

Grein þýdd og stytt frá foxnews.com

Hin gríðarlega, almenna sykurneysla hefur eituráhrif og er á endanum að drepa okkur samkvæmt einum lækni frá Kaliforníu, og ný rannsókn styður staðhæfinguna hans. Dr. Robert Lustic, barnainnkirtlalæknir við University of California, segir að megin ástæðan af hverju of feit börn verða veik er sökum hversu mikin sykur þau borða. Samkvæmt Lustig þá leiðir mikil sykurneysla til offitu, sykursýki 2, háþrýstings og jafnvel hjartasjúkdóma.

Rannsókn frá University of Californa-Davis styður nú þessa staðhæfingu. Rannsóknin sýnir að of mikil neysla á háfrúktósa maíssýrópi [sem er eins og sykur] eykur magn af ákveðnu kólesteróli sem hefur svo bein áhrif að auka tíðni hjartasjúkdóma.

Bandaríkjamenn neyta að meðaltali 59 kílóa af viðbættum sykri á ári, og undir þá tölu fellur bæði háfrúktósa maíssýróp og sykur. Lustig segir að útfrá hvernig líkaminn vinnur efnaskiptalega séð úr þessum tveimur efnum er engin munum á þeim.

Rannsóknin frá UC-Davis sýndi einnig að hitaeiningar frá sykri hefur önnur áhrif en hitaeiningar frá öðrum mat. Næringarlíffræðingurinn Kimber Stanhope segir að lifrin yfirfyllist af frúktósa við neyslu á þessum sykrum sem breytist síðan í fitu. Þessi ákveðna fita fer síðan í blóðrásina og myndar “lítið þétt LDL kólesteról”, sem síðan í kjölfarið myndar æðakölkun í æðunum.

Eric Stice, taugavísindamaður við Oregon rannsóknarstofnunina, sýndi fram á að sykur er gríðarlega ávanabindandi, ámóta og sum eiturlyf, eins og kókaín.

Stice framkvæmdi fjölda segulómskoðanna á einstaklingum sem borðaði reglulega gosdrykki, ís og annann sykurmat og fann út að því meiri sætan mat einstaklingurinn borðar því meiri mótstöðuafl byggir viðkomandi upp gagnvart sykri. Því meiri sykur sem einstaklingurinn borðar því meiri fullnægingu fær viðkomandi af matnum, sem leiðir af sér að borða meira og meira.

Heimild:

New studies support claim that 'sugar is toxic

Athugasemd höfundar

Þegar næringarfræðingar segja að það eina slæma við sykur sé að hann er næringarlausar hitaeiningar og skemmir tennur þá verð ég alltaf jafn hneykslaður. Líka þegar þeir afskrifa þau fíknáhrif sem matur getur haft.

Matvælaframleiðendur eru greinilega ekki vitlausir þegar þeir einmitt hafa barnamat einn mest sykraðasta matinn af öllum. Er ekki bara verið að búa til framtíðarkúnna á unnum draslmat?

Ég tel að ein sterkasta herferð sem opinbera næringarbatteríið gæti gert væri að einmitt að hætta að verja sykur og segja sannleikann “sykur er verulega óæskilegt efni sem getur haft sterk fíknáhrif og best væri að forðast það eins mikið og hægt er”. Innihaldslausar setningar eins og “allt er gott í hófi” sem maður heyrir svo oft frá næringarbatteríiunu eiga ekki við svona rusl.

Vissulega eru ekki allir einstaklingar eins móttækilegir fyrir fíknáhrifum sykurs eins og allir verða ekki áfengissjúklingar eftir að drekka fyrsta áfenga drykkinn sinn, en hvar er skynsemin í að ota þessu að fólki í þeim mæli sem er gert er? Af hverju er næringarbatteríið svona fyrirgefið á sykur. Það er kannski að ástæðulausu að stærstu ruslmatarframleiðendur heims setja óhemju pening í að styrkja samtök næringarfræðinga og auglýsa í vísindatímaritunum þeirra.