Kólesteróllækkandi lyf valda hjartasjúkdómum

Grein þýdd og stytt frá digitaljournal.com

Ný rannsókn sýnir að statínlyf, sem lækka kólesteról, geta valdið hjartasjúkdómum. Þessi lyf ýta undir æðakölkun í kransæðum hjá mannsfólki og þannig valda eða gera hjartasjúkdóma verri.

Rannsókninni var stýrt af Ryo Nakazato við hjartadeildina á Cedars-Sinai spítalanum í Los Angeles. Fylgst var með 6.673 manneskjum sem voru ekki með kransæðasjúkdóma við upphaf rannsóknar, annar hópurinn (2.413 manns) voru sett á statínlyf á meðan hinn hópurinn (4.260 manns) voru ekki á statínlyfjum. Rannsókn þessi var birt í vísindatímaritinu Atherosclerosis.

Önnur nýleg rannsókn á sykursjúklingum með langt komnar æðakalkanir sýndi einnig að langtíma statínlyfjanotkun olli aukningu á kalkmyndunum í kransæðum. Rannsóknin, sem birt var í Diabetes Care, sýndi einnig að sjúklingar sem voru ekki á statínlyfjum versnaði umtalsvert með tilliti til æðakölkunnar í ósæð og kransæðum eftir að byrja á statínlyfjum og vera á þeim til langtíma.

Þetta sýnir að statínlyfjanotkun getur valdið kransæðasjúkdómum með því að auka æðakölkun í heilbrigðum manneskjum, sem og sykursjúklingum. Fyrri tilraunir hafa einnig sýnt að statínlyf minnka ekki áhættuna á dauðsföllum af öllum orsökum (all-cause mortality). Þar sem æðakölkun í kransæðum er sterkur áhættuþáttur fyrir kransæðasjúkdóma og statínlyf auka æðakölkun þá hlýtur að vera eðlilegt að setja spurningamerki á eins víðfeðma notkun á statínlyfjum og er staðreynd í dag.

Heimild:

Research: Statins cause heart disease

Athugasemd höfundar

Statínlyf eru ein mest notuðu lyfin í dag og notkun þeirra er nánast staðlað meðferðarúrræði hjá hjartasjúklingum, jafnvel hjá þeim sem hafa ekki mælst með hátt kólesteról.

Tilgangur Heilsusíðunnar er að gefa almenningi kost á báðum hliðum málsins þegar kemur lyfjanotkun þar sem heilbrigðiskerfið og flestir læknar kjósa virðast frekar réttlæta meðferðir sýnar frekar en að horfa gagnrýnum augum á meðferðarúrræði sín. Noktun á flensubólusetningum er annað gott dæmi um þessa sjálfréttlætingu sína, en rannsóknum hafa hrannast inn seinustu ár sem sýna hversu lítilmáttugar bólusetningar eru til að lækka tíðni á flensum og fækka dögum á spítalavist, einmitt hjá þeim hópum sem þurfa þess mest, þeim yngri og þeim eldri. Enn annað gott dæmi um meðferð sem erfitt er að réttlæta vísindalega er notkun á sýklalyfjum fyrir eyrnabólgur og ennis- og kinnholubólgur.

Eins og sjá má eru vísbendingar komnar að því að notkun á statínlyf sé ekki viðeigandi fyrir hjartasjúklinga, og aðra. En hafa skal í huga að tvær rannsóknir segja kannski ekki alla söguna. Hið sorglega við þetta er samt hvernig hið opinbera heilbrigðiskerfi hefur tröllatrú á lyfjalausnum með öllum þeim aukaverkunum, dauðsföllum og kostnaði sem þeim fylgja, en á sama tíma hika við að nota náttúrulegar lausnir þrátt fyrir að þær hafa sýnt sig betri.

Í viðamikilli samantektarrannsókn þar sem m.a. virkni statínlyfja og ómega 3 fitusýra til að lækka dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma var skoðuð kom í ljós að ómega 3 fitursýrur eru mun öflugri til að lækka dánartíðni heldur en statínlyf. Maður myndi nú halda að fræðasamfélag sem kennir sig nú við vísindi myndi þá hoppa til og mæla með lýsi sem meðferðarúræði umfram statínlyf. En það er ekki gert. Kannski er hvatinn að selja lyf meiri en margur heldur.

Persónulega þykir mér eitt sérstaklega áhugavert við þessa grein. Hún segir að statínlyf valda aukningu á æðakölkunum, en svo hefur fjöldi rannsókna sýnt fram á að statínlyf virka til að minnka dánartíðni hjá hjartasjúklingum (en virðist ekki gera það nema mjög lítilega hjá heilbrigðu fólki, þar sem það veldur líklegast hærrí tíðni sykursýki en það bjargar frá dauða vegna hjartasjúkdóma, önnur saga). Er þetta ekki enn ein sönnunin að kólesterólkenningin er vitlaus? Þá er það ekki kólesteróllækkunin sem minnkar dánartíðni, það er ekki æðakölkunin sem eykur dánartíðnina (en þó líklegast eykur hana eitthvað), heldur er það bólgumagnið sem er stóri þátturinn þarna, en bæði statínlyf og ómega 3 fitusýrur eru bólgueyðandi.

En á allra næstu dögum verða birtar greinar um hvernig er hægt að minnka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum með náttúrulegum leiðum, leiðir sem rannsóknir hafa sannað að séu betri en statínlyf.