Adaptogenic jurtir, vörn okkar gegn álagi nútímans

Margir kvarta undan því álagi sem nútíma lifðnaðarhættir að hafa í för með sér. Eitt af því algengasta sem fólk kvartar yfir er hversu uppgefið og þreytt það er, líkamlega sem andlega. Til eru mörg ráð til að vinna á móti þessu, en í hópi fæðubótarefna er til hópur jurta sem taka gagngert á þessu vandamáli og gæti lausn fyrir marga.

Innan jurtalækninga er til hópur jurta sem kallast adaptogenic jurtir. Það er ekki til íslensk þýðing á adaptogenic að mínu viti en orðið “adapt” þýðir “að aðlagast að”, á meðan genic er frá orðinu genesis sem m.a. þýðir “að mynda”, eða “búa til”.

Hvað gera adaptogenic jurtir?

Eftir seinni heimsstyrjöldina gerðu Sovétríkin viðamiklar rannsóknir á jurtum sem gátu aukið aukið andlega hæfni, orku, þol og þrótt og árið 1947 bjó rússneski vísindamaðurinn Dr. Lazarev orðið “adaptogen” til.

Til að jurt geti kallast adaptogenic þarf hún að standast 3 kröfur:

  1. Verður að vera óeitruð og valda eins litlum aukaverkunum og mögulegt er.
  2. Verður að ýta undir almenna hæfni líkamans að standast álag af hvaða sort sem er (líkamlegt, efnalegt eða líffræðilegt).
  3. Verður að hafa leiðréttandi áhrif á líkama.

Númer eitt ætti að vera auðskilið. Númer tvö þýðir að jurt sem myndi auka þol en ekki vinna á móti vírusum eða bakteríum mætti ekki kallast adaptogenic. Og þrjú þýðir að adaptogenic jurt þyrfti t.d. að auka orku ef viðkomandi er líkamlega þreyttur en einnig minnka orku og róa niður ef viðkomandi er líkamlega oftjúnaður. En nú á dögum er notast meira við einfaldari skilgreiningu sem er “jurtir sem aðlaga okkur að álagi, eða bæta hæfni okkar gegn álagi”.

Þetta eru ekki litlar kröfur, en þrátt fyrir það eru til nokkrar jurtir sem standast þær og fyrir vikið eru flokkaðar sem adaptogenic jurtir.

Munurinn á adaptogenic jurtum og örvandi efnum

Ein algangesta leiðin sem við notum í dag til að örva okkur þegar við finnum að orkan okkar dettur niður og okkur líður eins og batteríið sé tómt er að leita á náðir örvandi efna. Algengustu efnin sem við grípum í eru kaffi, sykur og einföld kolvetni eins og brauð og kex. Einnig má benda á að sumir verða háðir hreyfingu til að örva sig og koma orkunni upp.

Það sem þessir hlutir hafa sameiginlegt er að þeir örva nýrnahetturnar til að auka framleiðslu sína og seytun á stresshormónum sem í kjölfarið gefur okkur aukna orku.

Vandamálið við þessa leið er að með tíð og tíma brennum við út nýrnahettunum og hæfni þeirra til að aðlagast mismunandi álagi dvínar. Í dagsdaglegu lífi myndi þetta lýsa sér á þann veg að með tímanum verðum við háð þessum efnum til halda okkur gangandi og það litla kaffi sem dugði einu sinni til að sparka orkunni upp dugar ekki lengur til og nú þarf að drekka það oftar, sterkara og í meiri magni en áður. Annað stórt einkenni þess að virkni nýrnahettna fer dvínandi er að viðkomandi þolir ávallt minna álag (andlegt sem líkamlegt) og þetta álag fer að hafa meiri neikvæð áhrif heldur en var áður, þetta gæti verið aukin andleg þreyta við sama áreyti og áður var þolanlegt eða líkamleg þreyta við hreyfingu sem áður var ekki mikið mál.

Þetta ástand hefur verið kallað “adrenal fatique” eða “nýrnahettuþreyta” og auðvelt er að komast yfir mikið magn af lesefni um það.

Þó svo að adaptogenic jurtir virka örvandi á okkur þá gera þær það ekki með því að kreista meiri orku úr tómum tanki heldur með því að virkja orkukerfi okkar til betri starfsemi og þannig til betri líðan. Eftirfarandi er tafla sem sýnir muninn á örvandi efnum og adaptogenic jurtum.

Áhrif

Örvandi efni

adaptogen

Hæfni að endurnýja orku eftir álag

Lág

Mikil

Eyðir orku

Nei

Afköst undir álagi

Minni

Aukin

Lífheldni undir álagi

Minni

Aukin

Gæði örvunar

Slæm

Góð

Svefnleysi/andvökur

Nei

Aukaverkanir

Nei [lágmark]

DNA/RNA og nýmyndu próteins

Minni

Aukin

Dæmi

Amfetamín

Ginseng

Augljóslega er mun skynsamara að nota adaptogenic jurtir gegn álagi heldur en örvandi efni sem líklegast er varasamt að nota nema í litlu magni.

Hvenær á að nota adaptogenic jurtir?

Fjöldi rannsókna hafa sýnt að adaptogenic jurtir geta:

·      Aukið líkamlegt og andlegt þol og afköst

·      Varið gegn áhrifum geislunnar

·      Minnkað aukaverkanir krabbameinslyfja

·      Fækkað sýkingartilfellum

·      Aukið mótvægi gegn krabbameinsvaldandi efnum

Með það í huga er viðeigandi að nota adaptogenic jurtir sem forvörn gegn miklu álagi eða til að jafna sig eftir álag, hvort sem það er líkamlegt eða andlegt. Dæmi um aðstæður er t.d. hjá þeim sem eru undir miklu æfingaálagi eins og maraþonhlauparar og þríþrautarfólk eða andlegt álag eins og skilnaður, erfitt heimilislíf og mikið vinnuálag. Einnig getur fólk verið úr jafnvægi eftir ástönd sem leggja mikið álag á nýrnahettur eins og ýmsar veikir, bráðasýkingar eða þrálátar sýkingar. Í þessum tilfellum gæti verið þess vert að prufa adaptogenic jurtir til að auka aðlögunarhæfni líkamans og koma honum á betri braut. Hér er samantekt hvenær hægt er að nota adaptogenic jurtir:

·      Stress (andlegt álag)

·      Ýmist álag eins mikil vinna, miklar æfingar o.fl.

·      Krónísk veikindi

·      Þrekleysi

·      Bataferli

·      Lyfjameðferð

·      Geislameðferð

·      Til að auka líkamleg sem andleg afköst

Dæmi um adaptogenic jurtir

Nokkrar jurtir hafa verið kallaðar adaptogenic, hér eru nokkrar sem eru leyfðar á Íslandi:

·      Rhodiola (burnirót)

·      Panax ginseng (kínverskt/kóreu ginseng)

·      Síberíu ginseng

·      Lakkrísrót

Að lokum vill ég benda á hið augljósa að þrátt fyrir að adaptogenic jurtir séu í sumum tilvikum viðeigandi til að vinna á móti álagi þá er ávallt mest viðeigandi að útiloka, eyða eða aðlaga sig að álagi frekar en að taka inn einungis fæðubótarefni til að “laga ástandið”. Hugsaðu fyrst um það.

Hvar fást adapotgenic jurtir?

Það verður nýjung hjá Heilsusíðunni að hún mun gefa stærri innflytjendum tækifæri á að sýna hvaða fæðubótarefni þeir hafa í boði í samræmi við þáverandi grein. Heilsa og Yggdrasill svöruðu kalli Heilsusíðunnar (haft var samband við fleiri). Með þessu vill Heilsusíðan auðvelda lesendum leitina af lausnum ef þeim líkar við greinina og telja hún gæti verið möguleg lausn fyrir sig, auk þess sem innflytjendur fá tækifæri á að kynna vörur sínar. Heilsusíðan fær ekki greitt fyrir þessa þjónustu og Heilsusíðan leyfir einungis betri vörumerkjum að taka þátt í þessu.

Heilsa ehf (flytur inn Solaray sem fæst í flestum viðeigandi verslunum, besta úrvalið í Heilsuhúsunum)

Býður upp á Arctic root (frá Swedish herbal institute), síberíu gingseng (eleuthero) og lakkrísrót

Yggdrasill ehf (flytur inn NOW sem fæst í flestum viðeigandi verslunum, besta úrvalið í Lifandi markaði og Fjarðarkaup)

Býður upp á Rhodiola og Panax gingseng

Heimildir:

Wikipedia - Adaptogen

Rhodiola Rosea - The Big Picture

Adaptogenic herbs