Fimm stærstu eftirsjár við hinstu stund

Grein þýdd frá theguardian

Hjúkrunarkona hefur tekið saman helstu eftirsjár fólks við þeirra hinstu stund, og einn efsta eftirsjáin á listanum er “ég myndi óska þess að ég hefði ekki unnið svona mikið.” Hvað myndi vera þín stærsta eftirsjá ef þetta væri seinasti dagur lífs þíns?

Bronnie Ware er áströlsk hjúkrunarkona sem hefur unnið til fjölda ára á líknardeild þar sem hún hugsar um sjúklinga seinustu 12 vikur lífs síns. Hún tók saman eftirsjár þeirra sem lágu banaleguna og bloggaði um það, sem vakti svo mikla athygli að hún gaf út bók á endanum sem ber nafnið The top five regrets of the dying.

Ware skrifar um hversu skýrt fólk er á sinni hinstu stundu og hvernig við gætum lært af visku þeirra. Hún segir “Þegar þetta fólk er spurt hvort það hafi einhverjar eftirsjár, eða hvort þau myndu gera eitthvað öðruvísi” þá komi upp sömu hlutirnir aftur og aftur.

Hér eru topp 5 hlutirnir sem fólk hefur eftirsjá af eins og Ware hefur skráð:

1. Ég myndi óska þess að ég hafði haft hugrekkið að lifa lífinu sjálfum mér samkvæmt, en ekki lífi sem aðrir ætluðust til af mér.

“Þetta var algengasta eftirsjáin af öllum. Þegar fólk gerir sér grein fyrir að líf þeirra eru nánast búið og lítur til baka þá er létt að sjá hversu margir draumar hafa ekki orðið af veruleika. Flest fólk hefur ekki einu sinni látið helming drauma sinna rætast og á dánarbeði sínu gerir það sér grein fyrir að það er sökum ákvarðana sem það tók, eða tók ekki. Heilbrigði gefur fólki frelsi sem fáir gera sér grein fyrir, þangað til það nýtur hennar ekki lengur.”

2. Ég óska að ég hafði ekki unnið svona mikið

“Þetta kom frá hverjum og einum karlsjúklingi sem ég hjúkraði. Þeir misstu af ungdómi barna sinna og samverustunda með maka sínum. Konur töluðu einnig um þessa eftirsjá, en flestar voru af eldri kynslóð þar sem margar af konunum höfðu ekki unnið úti. Allir karlmennirnir sem ég hjúkraði iðruðust innilega að hafa eytt svo miklum tíma við vinnu.”

3. Ég óska þess að ég hafði haft hugrekkið til að tjá tilfinningar mínar.

“Margt fólk bælir tilfinningar sínar til að halda friðinn við aðra. Afleiðing þess er að það sættir sig við hálfa tilveru þar sem það uppfyllti ekki möguleika sína. Margir þróuðu með sér sjúkdóma í kjölfarið af biturleika og eftirsjá sem nagaði fólk.”

4. Ég óska þess að ég hafði haldið sambandi við vini mína.

“Algengt var að fólk gerði sér ekki grein fyrir hversu gamlir vinir eru mikils virði fyrr en á seinustu dögum líf síns. Margir höfðu verið svo uppteknir af sínu eigin lífi að þeir misstu samband við góða vini í gegnum árin. Það voru margar djúpar eftirsjár yfir því að hafa ekki gefið vináttu þann tíma og umhyggju sem hún á skilið. Allir söknuðu vina sinna á dánarbeði sínu.”

5. Ég óska þess að ég hafði leyft mér að vera hamingjusamari.

“Þessi var furðanlega algeng. Margir gerðu sér ekki grein fyrir því fyrr en í lok lífs síns að hamingja er val. Þeir höfðu verið fastir í gömlum mynstrum og vana. Hin svokallaði þægindarrammi tók of stóran sess í lífi fólks. Hræðslan við breytingar fékk fólk til að blekkja sig, og aðra, að það væri ánægt, þegar í raunveruleikanum langaði þeim til að hlægja innilega og hafa leik í lífi sínu aftur.”

 

Hvað er þín helsta eftirsjá upp að þessu, og hvað ætlar þú að áorka eða breyta áður en þú deyrð?

 

Heimild:

Top five regrets of the dying

Athugasemd höfundar

Fólk hefur verið að pósta þessari grein á Facebook og hún er svo góð að ég hreinlega varð að þýða hana og setja inn á Heilsusíðuna. Þó svo þessi grein sé um eftirsjá hinna deygjandi, þá tel ég að fáar greinar hafi eins mikin heilsuboðskap fram að færa og þessi grein. Hvernig eigum við að vaxa og dafna sem manneskjur ef við lifum ekki í sátt við þær ákvarðanir og hegðanir sem við gerum daglega í lífi okkar?

Heilbrigði er án efa mikilvægasti þáttur í lífi okkar. Í gegnum heilbrigði getum við beitt líkama okkar og hug til hins ýtrasta til að njóta aðstæðna okkar og einnig til að aðlaga þeim okkur í hag.

Fyrir fjölda ára sá ég próf sem læknir að nafni Joseph Mercola setti fram á vefsíðu sinni og ég hef lagt fyrir fjölda manns á stofu minni sem osteópati þegar fólk er ekki að átta sig hvað er mikilvægt í lífi sínu. Hér er það:

Raðaðu eftirfarandi hlutum upp í röð mikilvægis, það mikilvægasta fer efst á listann – Húsið þitt, bíll, vinna, heilsa og fjöldskylda.

Hvernig raðaðir þú þessu upp? Hvort settir þú heilsu eða fjöldskyldu efst? Síðan, nánast undantekningarlaust setur fólk vinnu í 3, svo hús og síðast bíl. Ef þú settir fjöldskylduna efst þá spyr ég þig, eins og ég spyr kúnnana mína “hvernig ætlar þú að sinna fjöldskyldu þinni líkamlega sem andlega ef þig skortir heilsu? Aflað peninga, lyft upp barnabarni þínu, andlegt jafnvægi til að taka skynsamar ákvarðanir og gefa af þér ást og alúð” Í lokin hafa allir verið sammála um að heilbrigði á heima efst í þessari uppröðun. En þá kemur seinni hlutinn af prófinu, tilbúin(n)?

Raðaðu nú sömu hlutunum (húsinu þínu, bíl, vinnu, heilsu og fjöldskyldu) upp í röð eftir þeim tíma sem þú setur í hvert og eitt, efst á listann kemur það sem þú eyðir mestum tíma í.

Hvernig lítur listi þinn út núna? Er kannski vinna í efsta sæti? Fjöldskylda næst og hvar er heilsan? Flestir gera sér grein fyrir því að við getum ekki hámarkað þætti sem við setjum engan tíma í. Ef þú sinnir ekki líkama þínum og andlegu jafnvægi þá ertu að ganga á heilsureikninginn þinn á hverjum degi. Hvað gerist fyrir reikninga sem maður tekur bara útaf en leggur ekkert eða lítið inn á? Þú sagðir það, þeir tæmast. Og þegar það gerist þá mundu sjá veikleika kerfis þín opinberast. Fyrst sem smávægileg einkenni, þreyta, þurr húð, óskýr hugsun, kyndeyfð, sem færast svo upp á við, háþrýstingur, slæm útbrot, insúlínvirkni færist niður, og að lokum ertu komin(n) með nafngreinda sjúkdóma, sykursýki, hjartaáfall, þunglyndi o.s.fr. Allt í réttu samhengi við innistæðu heilsureiknings við fæðingu, hvað er tekið af honum og lagt inn á hann í gegnum lífið og veikleika/styrkleika einstaklingsins.

Eins og greinin hér að ofan kennir okkur þá meigum við ekki lifa lífinu í eftirsjá heldur þurfum við að taka slaginn og lifa lífinu. Oft á tíðum er það ekki auðvelt og slagurinn virðist ósigrandi, en ég tel í mínu barnslega eðli að lífið gangi betur ef maður er samkvæmur sjálfum sér.

Fyrir nokkru síðan var ég kominn á stað sem ég tel vera botn lífs míns, þar sem maður kvíður hverjum degi og getur ekki beðið að dagurinn verði búinn til að geta gleymd sér á þeim eina stað sem manni leið skárst, sofandi. Í svona aðstæðum er maður í engri aðstæðu til að gefa af sér. Eftir að hafa verið að berjast við sjálfan mig í mörg ár að ég þyrfti að breyta aðstæðum mínum þá í lokin, þegar botninum var náð, minntist ég sterkt eftir orðum Sanya Roman sem ég las í bókinni hennar Living with Joy sem ég las sem ungur maður (yngri :-) að ef það er engin gleði í lífi þínu þá getur þú ekkert gefið af þér. Þá ákvað ég að taka slaginn og umturnaði lífi mínu. Hræðslan við breytinguna var orðin minni en hræðsla mín við það líf sem ég lifði.

Þrátt fyrir að umskiptin voru erfið, eins og þau hljóta flest að vera, þá í mínu tilviki var umbunin svo margföld. Nú get ég sannarlega sagt að ég geti gefið af mér og sinnt því hlutverki sem er mér mikilvægast í dag, að vera eins góður faðir og ég get.

En hver hefur sinn djöful að draga, minn er sá að vinna vill taka oft forgang í lífi mínu. Ég er að vinna að lausnum að því og vonandi á lokatímum lífs míns þarf ég ekki að segja “ég óska þess að ég hafi ekki unnið svona mikið”.

Vonandi vekur þessi grein þig til umhugsunar um þau sönnu gildi í lífi þínu eins og hún gerði hjá mér.

Gangi þér vel.