Uppruni uppskriftar
Innsent efni
Uppskrift umsögn
Súpa þessi er afbrigði af japönsku Koi Ko Ku súpunni sem almennt er mælt með sem hressing og blóðstyrkjandi fyrir konur sem hafa nýlega fætt börn.
Þar sem eldunartíminn er langur þá verða beinin mjúk og hægt er að borða þau. Þetta er yfirburðar uppspretta fyrir kalk og 1 bolli gefur 800mg. af kalki.
Uppskrift innihald
1 heill fiskur u.þ.b. 0,7-1,0 Kg.
4 sneiðar engifer
3 litlar gulrætur, flysjaðar og skornar í sneiðar
1 miðlungsstór laukur, skorin niður
1 bolli (250ml.) hvítvín eða ¼ bolli (62,5ml.) brúnt hrísgrjónaredik
Einn og hálfur líter af vatni
¼ bolli mellow barley miso
Uppskrift aðferð
- Aðeins skal nota nýveiddan, ferskan fisk. Hafa skal fiskinn með höfði, roði og sporð. Skera skal fiskinn í 3-4 bita og skola vel.
- Til að undirbúa engiferinn skal skera 4 sneiðar af engiferi og stafla sneiðunum ofan á hverja aðra, skerðu svo staflann niður í þunnar sneiðar.
- Settu vatnið, laukinn, gulræturnar, engiferinn, vínið (eða edikið), miso og fiskinn í ca. 6 lítra pott.
- Sjóða skal súpuna í 5 tíma á vægum hita. Hræra skal mjúklega í súpunni af og til.
- Fylgjast skal með vökvamagni, þetta á að enda sem súpa, ekki of þurr. Bætið við vatni ef þörf er á.
- Eftir 5 tíma skal finna bein og prufa að naga, það ætti að vera létt að borða það. Ef það er of hart skal sjóða súpuna í 30-60 mínútur í viðbót og prufa aftur.
Hægt er að geyma þessa súpu í kæli í 4 daga til að hita upp aftur.
Skammtar
6-8
Flokkun uppskriftir